Nú má skoða yfirlit yfir árlegan viðhaldskostnað allra eigna viðkomandi næstu 20 árin í Viðhaldskerfinu, hverrar eignar og allra samtals. Viðhaldskostnaðurinn þarf því ekki að koma neinum á óvart lengur. Fara má inn í hvert verk beint frá yfirlitinu til frekari skoðunar og breytinga ef vilji er til þess.
Einnig má nota þessa nýjung í kerfinu til að bera saman viðhaldsvalkosti, þ.e. hvað þeir kosti í byrjun og næstu 20 árin.