Til að gera nákvæma kostnaðaráætlun bygginga er magn þeirra þátta sem á að framkvæma, reiknað. Þetta magn og einingarverð úr verðskrá Hannarrs eða út frá tilboði eða önnur einingarverð, mynda sundurliðaða samningsupphæð verksins.
Frá kafla “3.8 Verkuppgjör” í BYGG-kerfinu er síðan náð í skjalið (samninginn) með einni skipun og er það þar með orðið grunnur að þeim verkuppgjörum sem gera þarf á verktíma verksins.
Eftir að verkið er hafið og gera skal reikning fyrir því því sem þá er búið að framkvæma, er stofnað uppgjör 1 og fært þar inn það magn sem á að reikningsfæra í viðkomandi liði og reiknar kerfið þá út upphæð reikningsins. Einnig hvað búið er þar með að reikningsfæra og hvað er þá eftir af hverjum lið.
Við næsta uppgjör er stofnað uppgjör 2 og svo koll af kolli þar til öllum verkliðum er lokið og þar með verkinu. Aukaverk og breytingar færast í sérflokk í uppgjörsforminu.
Vissirðu einnig að þessari sömu aðferð má beita við tilboð sem berast í excelformi.
Hver er ávinningurinn af þessu ?
• Hann kemur t.d. fram í því að með því að færa verkið yfir í uppgjörsformið á þennan hátt verður það rétt í uppgjörsforminu, ekki er hætta á að rangt magn eða röng verð séu færð inn í uppgjörsformið.
• Um er að ræða verulegan vinnusparnað við innfærslu þar sem hún er gerð með einni skipun í stað þess að færa inn liði, lið fyrir lið.
• Verulegur vinnusparnaður er við útreikning uppgjöra þar sem uppgjörin verða sjálfkrafa til við beiðni um næsta uppgjör og ekki þarf að færa annað inn en magn þeirra liða sem á að reikningsfæra hverju sinni.
• Staða verksins liggur þá strax fyrir í öllum liðum.
• Uppgjörskerfið reiknar út verðbreytingar vegna vísitölu þegar um það er að ræða.
• Breytingar á verkinu koma fram í sérlið (sérflokki), bæði sem aukaverk, og magnbreytingar (val notanda) og sést þannig strax hvort þeir liðir eru eðlilegir eða ekki t.d. sem heildarupphæð í hlutfalli við samningsupphæð.
• Verkuppgjöri má skipta upp í áfangauppgjör, þannig að áfangar verksins séu reiknaðir sér.
• Sýnishorn af verkuppgjöri verður til í verkuppgjörinu sem má láta fylgja útboðsgögnum.