Um Hannarr
HANNARR er ráðgjafafyrirtæki, sem fæst við ráðgjöf á sviði rekstar og bygginga. Fyrirtækið var stofnað árið 1968 og er aðili að FRV, Félagi ráðgjafarverkfræðinga.
HANNARR leggur áherslu á tvö svið:
Á sviði byggingarráðgjafar hafa verkefni HANNARRS náð til hönnunar, gerð kostnaðaráætlana, útboðs- og tilboðsgerðar og upplýsingaþjónustu fyrir byggingariðnaðinn, meðal annarrs með útgáfu Byggingarlykils Hannarrs og með netkerfinu BYGG-kerfið. sem er heildarkerfi fyrir þá sem koma að byggingarmálefnum á einhvern hátt. Nýjasta viðbótin við það kerfi er Viðhaldskerfi fasteigna.
Sérhæfing HANNARRS á sviði rekstrarráðgjafar eru stjórnunarlegar og tæknilegar úttektir og endurskipulagninguá starfsemi fyrirtækja og stofnana, svo og við setningu rekstrarlegra markmiða. Á sviði starfsmannamála má nefna gerð skipurita, starfslýsinga og starfsmats og uppbyggingu á árangurslaunakerfum og vaktakerfum.
Á löngum starfsferli Hannarrs ehf. hafa verkefni fyrirtækisins verið af ýmsum toga og af ýmsum stærðum. Stóru verkefni Hannarrs hafa oftast verið unnin á löngum tíma, náð jafnvel yfir áratugi og þá ýmist fyrir stór fyrirtæki eða fyrir heilar starfsgreinar og þá náð til fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga.
Markmið með verkefnunum hafa verið mismunandi. Sum unnin í þeim tilgangi að spara, önnur til að auka umsvifin, minnka áhættuna, auka á kunnáttu starfsfólks o.s.frv. Algengt er að unnið sé að sumum þessara markmiða samtímis.
Hér eru fjögur dæmi um langtímaverkefni sem Hannarr hefur unnið að á þessum mismunandi sviðum, sagt frá hver markmiðin voru með þeim, hvernig þau voru unnin og hver árangurinn varð. Þú skoðar lýsingu á þeim með því að klikka á lituðu reitina hér að neðan.