Tvö kynningarkvöld fyrir Viðhaldskerfið fullbókuð – bætum einu við

Hannarr ehf bauð nýlega notendum BYGG-kerfisins upp á kynningu/námskeið á Viðhaldskerfinu, en það er nýtt kerfi sem má fá sjálfstætt, en einnig sem viðbót við BYGG-kerfið.

Áhuginn reyndist meiri en við áttum von á þannig að námskeiðin urðu tvö og verða haldin hjá IÐU fræðslusetri 28 og 31 janúr. Ekki var hægt að taka á móti öllum sem vildu skrá sig og hefur nú verið ákveðið að bæta einu námskeiði við.  Áhugasamir um þáttöku hafi samband með tölvupóstinum hannar@hannarr.com

 

Hannarr ehf reiknar með að framhald verði á slíkum kynningum/námskeiðum og að næst verði kynntar nýjungar í BYGG-kerfinu svo sem nýtt verkáætlunarkerfi og framvinduskýrslur.

Þeir sem hafa áhuga á þeirri kynningu/námskeiði geta einnig látið vita með tölvupóstinum hannarr@hannarr.com