BYGG-Kerfið
Að byrja – Undirbúningur verks – Samningar – Framkvæmdir
BYGG-kerfið er fyrir framkvæmdaraðila, hönnuði, hönnunarstjóra, byggingarstjóra, iðnmeistara og verktaka, til að vinna með og útfæra þá þætti sem þeir þurfa við byggingarframkvæmdir. Kerfið leiðir notandann frá hugmynd til fullbúinnar byggingar, skref fyrir skref.Notandinn flettir upp á leiðbeiningum í kerfinu um þau atriði sem hann þarf að hafa í huga, nær í öll gögn, kerfi og eyðublöð sem hann þarf að nota og geymir í kerfinu þau gögn sem verða til við framkvæmdina og ástæða er til að geyma. Hvenær sem er og hvar sem notandi er staddur, getur hann flett upp í verkinu og unnið í því. Með BYGG-kerfinu er tryggt að unnið sé með rétt gögn og að allir vinni með sömu gögnin. Einnig býðst notendum að fá staðallinn ÍST 30 á rafrænu sniði, fyrir eina vinnustöð, án endurgjalds. Kerfið notar byggingarverðskrá Hannarrs við gerð kostnaðaráætlana. Þú ert nú staddur/stödd í notendalýsingu kerfisins og getur skoðað stutta lýsingu kerfinu á myndbandi, með því að velja merkið hér til hægri:
Verkkaupinn notar kerfið til að halda utan um þá byggingu sem hann vinnur að, færir þar inn allar upplýsingar um bygginguna, skráir grunnupplýsingar sem birtast síðan í öðrum gögnum yfir verkið, geymir þar teikningar, samninga, gögn yfir samskipti sín við hönnuði, hönnunarstjóra, byggingarstjóra og verktaka. Hann gerir sína verkáætlun í kerfinu. Formið er sérhannað fyrir BYGG-kerfið og hann fylgir verkinu eftir með framvinduskýrslum sem þar eru til að tryggja að kostnaður og tími standist áætlanir og samninga. Hann notar þau gæðakerfi sem hann þarf en þau eru í BYGG-kerfinu. Hann er með öll þessi gögn aðgengileg þar sem hann er staddur hverju sinni til uppflettingar og notkunar. Og hann hefur þar aðgang að leiðbeiningum og eyðublöðum sem hann þarf að nota við framkvæmdina.
Dæmi um notkun BYGG-kerfisins
Hönnunarstjórinn heldur utan um hönnunina í BYGG-kerfinu og önnur gögn á undirbúningsstigi framkvæmdarinnar. Ráðgjafinn vinnur sína undirbúningsvinnu að framkvæmdunum í BYGG-kerfinu, svo sem að útbúa kostnaðarútreikninga, útboðs- og samningsgögn (tillögur eru að þessum gögnum eru í kerfinu). Eftirlitsmaður sér um að færðar séu fundargerðir, dagbækur og framvinduskýrslur framkvæmdanna. Byggingarstjóri notar gæðakerfi það sem er í kerfinu (ef hann vill), færir gátlista yfir framkvæmdirnar reglulega í kerfinu á meðan á framkvæmdum stendur og getur notað til þess app sem fylgir kerfinu. Hann notar kerfið til að halda utan um alla þá þætti sem hann er ábyrgur fyrir, á meðan á framkvæmdunum stendur.
Verktakinn notar kerfið til að halda utan um verkið frá samningsgerð og þar til hans verki lýkur. Hann hefur þar aðgengileg öll samningsgögn, svo sem verksamninga og teikningar og vinnur þar sínar verkáætlananir, heldur sínar dagbækur og gerir sín verkuppgjör. Hann hefur gögn verksins aðgengileg hvar sem hann er staddur til uppflettingar og notkunar á meðan á verkinu stendur og hann hefur þar aðgang að leiðbeiningum, formum og eyðublöðum sem hann þarf að nota í sínu starfi. Einnig getur hann notað gæðakerfi sem er í BYGG-kerfinu og öryggishandbók.
Boðið er upp á 30 daga prufuáskrift að BYGG-kerfinu (án aðgangs að verðbankanum)
Hverjir nota BYGG-kerfið og hvernig:
BYGG-kerfið: Að byrja – Undirbúningur verks – Samningar – Framkvæmdir
Viðhaldskerfið
Viðhaldskerfið tekur við þegar byggingu er lokið og komið að rekstri og viðhaldi byggingarinnar. Nánari lýsing á því er undir:
Viðhaldskerfi fasteigna – notendaleiðbeiningar
Viðhald bygginga er ekki síður mikilvægt en nýbygging þess og er hér fjallað nánar um þann þátt í greinargerðinni: