RÉTT KOSTNAÐARÁÆTLUN, RÉTT VERKÁÆTLUN OG FRAMVINDUNNI FYLGT EFTIR,
ÞRÍR MIKILVÆGIR ÞÆTTI BYGG-KERFISNS
Með þessum línum viljum við vekja athygli á þessum mikilvægu þáttum í BYGG-kerfinu. Um er að ræða mikið notað kostnaðaráætlunarkerfi, nýtt sérhannað verkáætlunarkerfi og nýtt framvindukerfi þar sem framkvæmdum er fylgt eftir til loka þeirra og sem passar upp á að kostnaður og verktími verði sá sem samið var um.
Framvindukerfið er einfalt að skilja og einfalt að vinna enda tölvutæknin nýtt við það að fullu. Skýrslur þess segir framkvæmdaraðilanum nákvæmlega það sem hann þarf að vita, þegar hann þarf að vita það, um stöðu framkvæmdanna á hverjum tíma þannig að hann getur tekið þær ákvarðanir og gripið til þeirra aðgerða sem þarf til að fá afhent verkið á þeim tíma sem um var samið og fyrir það verð.
KOSTNAÐARÁÆTLUN RÉTT OG EINFÖLD AÐ GERA
Kostnaðaráætlanakerfi BYGG-kerfisins er eitt af mikilvægustu undirkerfum BYGG-kerfisins, sem er á netinu, gert fyrir þá sem koma að byggingum húsa á einhvern hátt.
Vinna má út frá staðlaðri kostnaðaráætlun í byrjun, ef það á við, til að átta sig á stærðargráðu viðkomandi verks og til að spara sér vinnuna í áframhaldinu. Hún er síðan aðlöguð að verkinu.
Einingarverðin eru byggð á byggingarverðskrá Hannarrs, en þeim má breyta eins og öðru í kerfinu ef notandi telur þörf á því. Langtímaniðurstaða útreiknings með verðskránni er að hún sé að meðaltali nálægt því sem kostnaðarætlun sýnir í útboðsverkum (1,7% undir) og nálægt meðaltali af hæstu og lægstu tilboðum sömu verka.
VERKÁÆTLUNARKERFI
Verkáætlunarkerfið vinnur út frá sömu flokkum og eru í byggingarverðskránni. Notandinn stofnar verkþætti, reiknar út tímalengd þeirra út frá vinnuþættinum og raðar þeim niður í samræmi við þarfir verksins og fjölda starfsmanna við verkþáttinn.
Til að auðvelda áætlanagerðina getur notandinn nýtt sér tillögur að áætlunum sem eru í kerfinu og við endurskoðun áætlunarinnar þá nær hann sér í afrit af fyrri áætlun (upphaflegri) með einfaldri skipun og uppfærir hana í samræmi við raunútkomu. Þetta sparar honum mikla vinnu
Notandinn sér í upphafi hvenær hann getur fyrst lokið verkinu miðað við þann fjölda starfsmanna sem hann áætlar að séu við verkið að jafnaði og getur fjölgað eða fækkað starfsmönnum út frá því þannig að dæmið gangi upp.
Með reglugri uppfærslu á verkáætlun má grípa inn í og leiðrétta þætti í framkvæmdinni sem eru að sýna frávik frá samþykktri áætlun.
Grafíski hluti kerfisns sýnir myndrænt framgang verksins og má skoða hann dag fyrir dag, viku fyrir viku, mánuð fyrir mánuð eða ár fyrir ár.
FRAMVINDUSKÝRSLUR
Framvinduskýrslurnar er ekki síður mikilvægur þáttur BYGG-kerfisins. Þær eru hjálpartækið til að tryggja að verklok séu á umsömdum tíma og að verkið kosti það sem samið var um.
Hvorki rétt kostnaðaráætlun eða rétt verkáætlun tryggir að umsaminn kostnaður eða umsaminn verktími standist þegar til kastanna kemur. Til að tryggja það þarf einnig að fylgjast reglulega með framkvæmdinni, bæði kostnaðarlega og tímanlega og grípa inn í ef einhver frávik koma í ljós sem skipta máli.
Framvinduskýrslurnar ná sér í upplýsingar innan úr BYGG-kerfinu og setja þær fram í yfirliti yfir stöðu verksins á hverjum tíma. Þetta er yfirlit með upplýsingum sem eigandinn þarf á að halda til að geta tekið sínar ákvarðanir varðandi verkið og til að geta gripið inn í ef eitthvað er að fara á annan veg en samningar segja til um.
Þessar skýrslur eru gerðar reglulega af eftirlitsmanni verksins t.d. vikulega þar sem hann í byrjun gerir grein fyrir stöðu verksins í texta, á þeim tíma sem skýrslan er gerð og því sem hann hefur gert til að framvindan sé eins og samningurinn segir til um. Ekki síður að benda á ef eitthvað er að fara á annan veg og þurfi að skoða og taka nýjar ákvarðanir um.
Þarna kemur einnig fram sýn eftirlitsins á framvindu verksins í næstu framtíð.
Til stuðnings þessum niðurstöðum birtir eftirlitsmaður t.d. á einfaldan hátt bæði upphaflegu kostnaðaráætlunina og endurskoðaða kostnaðaráætlun og sama á við um verkáætlunina. Þar birtir hann einnig gátlista byggingarstjóra frá sama tíma, verkuppgjör og yfirlit yfir reikninga og greiðslur, þannig að eigandinn geti fylgst betur með og kafað dýpra í niðurstöðuna ef hann telur ástæðu til.