Í fyrstu viku júlí voru opnuð tilboð í stækkun leikskóla sem Hannarr reiknaði fyrir einn af viðskiptavinum sínum og voru öll tilboð í verkið yfir kostnaðaráætlun eða frá 10 – 60%.
Þetta er nokkuð hefðbundið miðað við árstíma, en þó ef til vill nokkru hærra en venja er og er ástæðan vafalaust þensla sú sem er á markaðnum nú.
Fram að þessum tíma á árinu, hafa tilboð þau sem fyrirtækið þekkir til verið að meðaltali undir kostnaðaráætlunum, eins og venjulega.