Byggingariðnaðurinn er ein af þeim atvinnugreinum þar sem stafræn þróun hefur verið lengi að komast á og atvinnugreinin hefur því ekki orðið fyrir sömu truflunum við þá þróun og aðrar atvinnugreinar.
Af sömu ástæðu hefur einnig verið uppi gagnrýni, á heimsvísu, á getu atvinnugreinarinnar til að auka framleiðni og skilvirkni.
En myndin er nú að breytast. Stafræna þróunin hefur náð skriðþunga og byggingariðnaðurinn er nú ein af þeim greinum þar sem umskipti eru í hefjast af fullum þunga.
Samkvæmt 45% svarenda í byggingariðnaði í Danmörku, er stærsta áskorunin í stafrænni þróun byggingarframkvæmda að skortur er á stafrænni þekkingu í greininni.
Nú standa yfir kynslóðaskipti í greininni, þar sem eldri kynslóðir bjóða upp á þekkingu og reynslu af vinnunni á byggingarstaðnum og unga fólkið upp á þekkingu á stafrænum aðferðum og stafrænum hjálpartækjum.
Þessi yfirgangur getur valdið núningi og deilum, en ávinningurinn við það að bæta samvinnu þessara aðila og tölvuvæða byggingarstarfsemina er svo mikill, að þróunin er hröð í þá átt.
Fjárhagslegur hagur af því taka upp stafræn vinnubrögð:
Þrátt fyrir að það er bæði mikill hagur og mikil tækifæri til samvinnu með tölvuvæðingu byggingaframkvæmda, eru auknar tekjur og nýjar byggingaraðferðir ekki það áhugaverðasta að sögn greinarinnar sjálfrar. Aðeins 9% af starfsfólki byggingaraðila telja að mikilvægasti ávinningur stafrænnar hagræðingar séu auknar tekjur. Meðal helstu stjórnenda er þetta hlutfall nokkuð hærra eða um 16%.
Ekki er ólíklegt að hluti af skýringunni á þessu séu þær auknu kröfur sem ríki og sveitafélög hafa verið að gera á sama tíma til þeirra sem starfa í greininni og þessi þróun á sér stað. Mikill tími og kostnaður fylgir því að mæta þessum kröfum og draga þær þannig úr ávinningi stafrænu þróunarinnar. Greinin hefur brugðist neikvæðtt við þessum kröfum, eins og hefur gerst hér á landi undanfarin misseri, sem um leið smitar yfir á afstöðu hennar almennt til stafrænu þróunarinnar. Þetta er miður, en er nú að breytast með því að hið opinbera hefur dregið nokkuð úr þessum kröfum og greinin er að átta sig á ávinningi stafrænu þróunarinnar.
Byggingariðnaðurinn krefst staðla
Mikill fjöldi stjórnenda gerir kröfur um staðla fyrir byggingariðnaðinn.
Þeir staðlar fjalla ekki bara um efni, verklýsingar, flokkanir og upphæðir, heldur einnig um staðla yfir, stjórnun, fjármál og áhættumat.
Til að stafræna þróunun gangi vel, er þörf á öflugu samstarfi þvert á greinar og þörf er fyrir eitt sameiginlegt staðlað tungumál fyrir þær allar.
(Stuðst að hluta til við Digitalt Barometer)