Með vandaðri áætlanagerð er tekin ákvörðun um framgang viðkomandi verks, á réttum forsendum. Með virku eftirliti með framganginum þar sem verkáætlanir og framvinduskýrslur gegna mikilvægu hlutverki, má grípa tímanlega í taumana til að komast hjá tjóni vegna seinkunar á framkvæmdum og aukins kostnaðar.
Verkáætlanir sýna það tímabil sem verkið á að taka, samkvæmt samningi verkkaupa og verktaka og er hluti af samningi þeirra um framkvæmdina.
Nýja verkáætlunarkerfi BYGG-kerfisins sækir sjálfkrafa upplýsingar um einstaka vinnuþætti í hverjum flokki, reiknar vinnutíma þeirra og raðar þeim upp í verkþætti.
Fram kemur hvaða vinna (magntöluþættir) er í hverjum verkþætti og hver verktími verkþáttanna er.
Verkáætlunarkerfið sýnir sjálfkrafa bundnu leiðina við framkæmdina og hvenær byrja má á öðrum þáttum verksins sem ekki eru í bundnu leiðinni.
Notandinn skráir hve margir vinna að verkþættinum og kerfið sýnir þá hvenær honum ljúki. Breytingar á starfsamnafjölda við einn verkþátt hefur sjálfkrafa áhrif á bundnu verkþættina í framhaldinu, færir þá aftar eða framar og styttir eða lengir verktímann í heild. Það sama gerist ef öðru er breytt sem hefur áhrif á tíma verkþátta verksins.
Hægra megin á skjánum sést hvernig áætlunin lítur út „grafískt“. Þar er yfirlit yfir verktímann sem birtist í breiðum línum sem sýna þann tíma sem hver verkþáttur tekur samkvæmt áætluninni, hver flokkur verksins og verkið í heild. Sýna má áætlunina dag fyrir dag, viku fyrir viku, mánuð fyrir mánuð eða ár fyrir ár.
Hver er ávinningurinn af þessu ?
• Að verki er skilað á réttum tíma – Verkáætlunin byggir á upplýsingum viðkomandi verks sem eykur líkur á því að áætlunin komi til með að standast og verkinu verði skilað á umsömdum tíma.
• Mikill tímasparnaður – Með sjálfvirkum útreikningum og uppsetningu áætlunar sparast mikill tími við gerð áætlunar og endurskoðun hennar á verktíma.
• Vönduð verkáætlun – Tryggir að verkið sé unnið skipulega þannig að ekki verði tjón vegna tafa á verkþáttum.
• Vönduð verkáætlun – Sýnir hvenær aðföng þurfi að vera tiltæk þ.e. hvenær þeirra er þörf sem kemur í veg fyrir að upp komi tafir vegna biða af þeim ástæðum.
• Vönduð verkáætlun – Stuðlar að skipulegum framgangi verka, sem kemur í veg fyrir árekstra á milli verkþátta.
• Reglulegt eftirlit og uppfærsla verkáætlunar – tryggir að grípa megi til aðgerða strax ef í ljós kemur frávik frá samþykktri verkáætlun.
• Reglulegt eftirlit með verktíma verka – stuðlar að því að framkvæmdatíminn standist samning, sem dregur úr kostnaði bæði verkkaupa og verktaka og dregur úr líkum á deilum með fylgjandi leiðindum og kostnaði t.d. vegna dagsekta o.fl.