Allir áskrifendur BL-kerfisins eru nú komnir með aðgang að nýju og fullkomnara BL-kerfi. Kerfi þetta er í sama umhverfi og BYGG-kerfið og þar má halda utan um þann fjölda verka sem hentar hverjum notanda. Notendur geta hleypt undirnotendum að verkum í kerfinu og ákveðið hvernig sá aðgangur á að vera.

 

Haldið er utan um upplýsingar um hvert verk, gerðar staðlaðar kostnaðaráætlanir, gerðar nákvæmar kostnaðaráætlanir, tilboð og útboð með tilheyrandi verklýsingum. Notendur setja upp lógóið sitt í kerfinu, sem birtist á útprentuðum gögnum hans og kerfinu fylgir einn aðgangur að ÍST 30 fyrir þá sem það vilja.