NÝR VALKOSTUR VIÐ GERÐ ÚTBOÐS- OG VERKSKILMÁLA

Verið var að uppfæra kafla „2.1 Útboðs- og verkskilmálar“ Í BYGG-kerfinu. Undirkafli í kaflanum með sama nafni var uppfærður og nýjum undirkafla bætt við með nafninu „Útboðs- og verkilmálar (Minni verk).

Sá kafli varð til í þeim tilgangi að auðvelda þeim sem þurfa að láta vinna minni verk í nýbyggingum, breytingar eða viðhald bygginga að fá góð tilboð í verkið eins og um stærri verk væri að ræða, traustan samning og vel staðið að verkinu. Of oft er nú farið af stað með illa skilgreind verk og jafnvel munnlega samninga sem enda með allt annarri niðurstöðu en stefnt var að og erfiða eftirá samninga.

Um er að ræða stytta útgáfu af fyrri útboðs- og verkskilmálum þar sem texti er styttur og útskýringar einfaldaðar o.fl. Einnig er gæðakerfi og öryggiskerfi ekki hluti af gögnunum, en gert ráð fyrir að þeim sé bætt við undir „Önnur gögn“ þar sem það á við.
Þarna er um einföldun að ræða sem við vonum að nýtist notendum BYGG-kerfisins við útboð minni verka. Þess er gætt að það sem skiptir máli sé eftir sem áður í þessari nýju útgáfu.