Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir vottanir, prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini
Vottanir, prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini, form fyrir vistun gagna, flokkuð í þessa fjóra flokka
Gögn, form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra liðnum
Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í flokknum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð um atriði sem snerta málefni undirflokks þessa sérstaklega.
Undir þessum flokki eru vistaðar vottanir þær sem leggja þarf fram vegna byggingarinnar, prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini, flokkað þar í þessa fjóra flokka.
Lög nr. 160/2010 og byggingareglugerð segja til um hvenær þörf er á vottunum og hvernig skuli standa að þeim, á meðan kröfur um prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini koma oftast fram í útboði eða í samningi. Í leiðbeiningunum er úrdráttur úr framangreindum lögum, þar sem fjallað er um vottun og kröfur til efnislýsingar á byggingarvörum og sett fram dæmi um hvernig skuli standa að því að fá slíkar vottanir, ef þær liggja ekki fyrir. Einnig er þar vísað í gögn Nýsköpunarmiðstöðvar, en sú stofnun sér um vottanir byggingarefnis og byggingahluta hér á landi. Þau má finna á heimasíðu stofnunarinnar.
Algengast er að afrita og færa hér inn gögn sem PDF-skjöl, en einnig má afrita inn myndir og texta. Þessum skjölum má síðan eyða hvenær sem er, sé þess óskað.
Gögn þessi má síðan prenta út eftir þörfum.