Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir vistun teikninga
Teikningaskrá, svæði til vistunar á teiningaskrám og teikningum
Gögn, form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra teikningum
Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í flokknum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð um atriði sem snerta málefni undirflokks þessa sérstaklega.
Þar á eftir kemur liður sem nefnist Teikningaskrá og eru þar skráðir allir flokkar teikninga og vistaðar allar samningsteikningar hússins, hver innan síns flokks.
Hverja teikningu má skoða á þessu svæði, með því að klikka á nafn hennar og þeim má eyða, taka inn nýjar teikningar, prenta þær út o.s.frv.
Á þessu svæði, nr. 2.4. Teikningar, skal eingöngu vista samningsteikningar, það eru þær teikningar sem sýna útfærslu framkvæmdarinnar við samning.
Ekki skal vista hér teikningar sem sýna breytingar á verkinu eftir það, þær teikningar skal vista á svæði nr. 3.3. Uppdrættir.
Ástæðan fyrir því að teikningar eru hafðar á svæði 2, samningssvæðinu. en ekki á svæði 1 undirbúningssvæðinu, er að teikningar þurfa að vera aðgengilegar öllum þeim sem bjóða í verkið og/eða semja um framkvæmd þess og einnig þeim sem vinna síðan að framkvæmdunum, en svæði 1. er að jafnaði lokað öðrum en eigandanum, hönnuðum og hönnunarstjóra.
Oft þarf t.d. að fletta upp á samningsgögnum og er þá brýnt að hafa þau aðgengileg eins og þau voru við samning.
Í mannvirkjalögum 160/2010 er mælt fyrir um að hönnunarstjóri skuli vera á verkinu og að hann skuli hafa yfirumsjón með hönnunargögnum. Sjá einnig gr. 4.1.2. í byggingarreglugerð.
Algengast er að færa hér inn teikningar og önnur gögn sem PDF-skjöl, en einnig má afrita inn myndir og texta.
Teikningarnar eru síðan prentaðar út eftir þörfum, svo og önnur gögn sem geymd eru á þessu svæði.