3.3 Breyttar teikningar og önnur hönnunargögn

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir undirliði þessa svæðis.
Svæði til vistunar breyttra teikninga, flokkað eftir eðli hönnunar.
Gögn, form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra liðnum


Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau. Einnig tilvitnanir í lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012 sem snerta málefni undirflokks þessa sérstaklega.
Á þessu svæði eru vistaðar teikningar sem verða til á framkvæmdatíma og sýna þær breytingar sem samþykktar eru á meðan á framkvæmdum stendur. Teikningar sem í gildi voru við samning um framkvæmdina á verkinu skulu vistaðar undir kafla nr. 2.4 Teikningar.
Í lögum 160/2010 er m.a. mælt fyrir um það að byggingarstjóri skuli hafa virkt eftirlit með því að þeir sem komi að byggingu mannvirkisins fylgi samþykktum hönnunargögnum. Einnig að byggingarstjóri sé meðábyrgur fyrir stórfelldri vanrækslu annarra sem koma að byggingu mannvirkisins, m.a. á verksviði hönnuða, enda hefðu ágallarnir ekki átt að dyljast byggingastjóra við sitt lögbundna eftirlit. Á þessu má sjá að rík ástæða er að hafa góða reglu á teikningum þeim sem snerta verkið, þannig að ekki fari á milli mála hvaða uppdrætti verktaki hefur fengið til að vinna eftir og hverjum þeirra hefur verið breytt eftir að verkið hófst.

Með þessu fyrirkomulagi er teikningum þeim sem samningurinn byggir á haldið sér og breyttum teikningum sér, en oft þarf að fletta upp á samningsgögnum og því brýnt að vista þau óbreytt á sérsvæði.

Á þessu svæði eru flettilínur þar sem notandinn setur inn teikningar eftir eðli þeirra, Arkitektateikningar sér, burðarvirkisteikningar sér o.srv. Hægt er að vista inn fleiri en einn uppdrátt í einu á hvert svæði.

Algengast er að afrita og færa hér inn teikningar sem PDF-skjöl og einnig má afrita hér inn myndir og textaskjöl.
Þessum gögnum getur notandi eytt þegar og ef hann ákveður það.

Teikningar þessar má prentaðar út eftir þörfum svo og önnur skjöl sem gymd eru undir þessum lið.