Er ekki kominn tími á réttar kostnaðaráætlanir, verkáætlanir og framvinduskýrslur?

Haldið verður námskeið á Selfossi í notkun á BYGG-kerfi Hannarrs fyrir tæknifólk, byggingarstjóra, verkataka og aðra sem koma að byggingaframkvæmdum föstudaginn 18. október n.k.

Á námskeiðinu kynnir Hannarr ehf. nýjustu útgáfu BYGG-kerfisins. Farið verður yfir þrjá mikilvæga þætti BYGG-kefisins og sýnt með dæmum hvernig kerfið gerir tillögur að kostnaðaráætlunum, verkáætlunum og fylgist með framvindu verka í þar til gerðum framvinduskýrslum. Einnig verður sýnt hvernig kefið heldur utan um gögn tilheyrandi verkinu.

Ef næg þátta næst verður námskeiðið haldið föstudaginn 18. október milli kl. 09:00 og 12:00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Hamri, Tryggvagötu 25, Selfoss.

Þátttökugjaldið er kr. 27.000. Þátttaka tilkynnist á netfangið hannarr@hannarr.com í síðasta lagi mánudaginn 14. október n.k.

Leiðbeinandi er Jens Pétur Hjaltested er veitir nánari upplýsingar um námskeiðið með því að senda póst á hannarr@hannarr.com eða hringja í síma 898 2161.