Við ástandsskoðun húsa sem gerð er með viðhaldskerfinu má nú færa inn viðhaldsmagn hvers verkþáttar og reiknar viðhaldskerfið þá sjálfkrafa út kostnaðaráætlun út frá þeirri skráningu.
Kerfið nær þá í einingarverðin fyrir verkþáttinn og reiknar út vihaldskostnað hans út frá skráðu magni hans, leggur saman upphæðir allra verkþáttanna og bætir við umsjónarkostnaði verksins. Notandinn getur síðan skipt út verkþáttum við úrvinnsluna í viðhaldskerfinu ef t.d. á að nota annað efni en kerfið gerir ráð fyrir, bætt við og fellt niður verkþætti, breytt verðum þeirra og gert annað sem þarf til að áætlunin verði eins nákvæm og hún á að vera.
Skráningu ástandsskoðunar má gera með appi eða með beinni skráningu inn í kerfið.