Stafræna ferlið er byrjað að breyta byggingargreininni, einnig hér á Íslandi. Mikill ávinningur mun fylgja því ferli á næstu árum og birtast í aukinni hagkvæmni við framkvæmdir og í lægra verði íbúða og annarra bygginga.
Það er viðurkennt og algerlega klárt í huga stafrænna áhugamanna, að sá sem ekki tileinkar sér tæknina nógu fljótt, verður fljótlega einmana á sviðinu.
Það hefur gengið hraðar í öðrum atvinnugreinum að taka stafræna skrefið. Þar hafa stafræn viðskiptamódel fyrir löngu verið tekin í notkun og áætlanir.
Stafræn tækni vinnur á móti lítilli framleiðni og óhagkvæmni. Með hjálp stafrænnar tækni eru gerðar áreiðanlegar og vandaðar áætlanir og með því að fylgja þeim eftir, einnig með hjálp stafrænnar tækni, er komið í veg fyrir tjón, oft stórtjón.
Þróunin byggist ekki á þeirri ákvörðun út af fyrir sig að verða stafræn. Hún byggist á því að velja saman samstarfsaðila sem styðja stafrænu markmiðin og skapa þá menningu í fyrirtækjunum, sem hvetur starfsmennirnir til að leita að nýjum lausnum með hinum stafrænu verkfærum. Þetta getur verið innan stærri fyrirtækja og einnig með aðstoð utan frá. Þetta geta minni aðilar einnig nýtt sér.
Framkvæmdunum þarf svo að fylgja eftir með framvinduskýrslum og með ákvörðunum út frá því sem þær leiða í ljós.
Til að stafræn þróun gangi þarf góða samvinnu milli allra í greininni – lárétt og lóðrétt.
Mesti sparnaðurinn og mesta öryggið !
Fyrsti þáttur allra framkvæmda er tilurð hugmyndarinnar og sá næsti að átta sig á umfangi hennar og líklegum kostnaði. Sá þáttur er stöðugt meira unninn stafrænt í byggingargreininni og þá gjarnan stuðst við byggingarverðskrá Hannarrs. Tölvan reiknar þá út kostnaðinn út frá gerð og stærð hússins – stöðluð áætlun. Með því er hugmyndasmiðurinn kominn með fyrsta svarið á mjög ódýran og einfaldan hátt, þ.e. svarið við spurningunni: Hvernig hús get ég byggt og hversu stórt.
Með svarinu er kominn grundvöllurinn að þriðja þættinum þ.e. hönnuninni. Hönnunarþátturinn er allur stafrænn í dag, sem gefur hönnuðunum mikla möguleika við hönnunina – CAD teiknikerfi.
Fjórði þátturinn er nákvæm kostnaðaráætlun. Hún er að miklu leyti unnin í tölvum, en í mismunandi tölvukerfum, sumum sérhönnuðum fyrir verkefnið eins og – BYGG-kerfið. Þar sem það er heildarkerfi þá næst samspil á milli verkþáttanna og tenging og þar með mesti vinnusparnaðurinn og mesta öryggið.
Margir nota BYGG-kerfið og geta þeir nýtt sér þennan ávinning, en ljóst er að þarna er enn mikil vinna eftir við að auka notkun stafrænna aðferða, með fjölgun notenda og ná þeim sparnaði og öryggi sem því fylgir. Þetta er því sá þáttur sem er kominn styttst í stafrænu þróuninni.
Við hjá Hannarr höfum unnið að því að hanna og þróa BYGG-kerfið og viljum hér gera nokkra grein fyrir þremur mikilvægum þáttum kerfisins. Þetta er annars vegar gerð vandaðara kostnaðar- og verkráætlana og hins vegar eftirfylgni þeirra á framkvæmdatíma með framvinduskýrslum og ákvörðunum sem þeim fylgja. Þessir þættir eru grundvöllur þess að ná tökum á því meini sem hrjáir framkvæmdir á Íslandi og hefur gert lengi, þ.e. óásættanleg framúrkeyrsla á tíma og kostnaði.
Notendur kerfisins eru margir, stórir og smáir og eru verk sem unnin hafa verið í kerfinu nú að nálgast fjórða þúsundið.
Nákvæm kostnaðaráætlun – rétt áætlun
Nákvæm kostnaðaráætlun leggur sjálfkrafa grunninn að mörgum verkefnum við húsbygginguna, svo sem:
• Kostnaðaráætlun hússins
• Magntöluskrá í útboði
• Verklýsingum í útboði
• Tilboði í framkvæmdir
• Verkáætlun við framkvæmdir
• Verkuppgjör við framkvæmdir
• Samningum um framkvæmdir
• Eftirliti með kostnaði (Framvinduskýrslur)
• Eftirliti með verktíma (Framvinduskýrslur)
• Greiðsluákvarðanir við framkvæmdir
Með þessum grunni sparar notandanum sér mikinn tíma og kostnað og þessar upplýsingar gefa möguleika á að bregðast tímanlega við frávikum í verktíma og kostnaði. Þetta eykur líka öryggi framkvæmdarinnar þar sem unnið er með sömu gögnin við mismunadi verkþætti.
Útboð og tilboð í framkvæmdina
Verkkaupi nær almennt hagkvæmasta verðinu með því að bjóða út verk og samningurinn er þá tilbúinn fyrirfram að frátalinni upphæðinni. Verktími liggur fyrir, teikningar, magn, verklýsingar og lýsing á samskiptum samningsaðila. Allir þessir þættir eru unnir á stafrænan máta.
Framvinduskýrslur – koma í veg fyrir framúrkeyrslu á verktíma
Við framkvæmdina skiptir öllu máli að verkið sé unnið á þann hátt sem samningar segja til um. Til að passa upp á það eru notaðar framvinduskýrslur. Með þeim er reglulega fylgst með verktímanum og hann borinn saman við upphaflega verkáætlun. Ef stefnir í frávik samkvæmt framvinduskýrslunum þá fær verkkaupinn tímanlega upplýsingar um það og getur gripið til aðgeða til að leiðrétta það.
Á sama hátt er fylgst með kostnaði og er hægt að krefjast skýringa og leiðréttinga ef kostnaður er meiri en samningar segja til um. Ekki er nóg að gera áætlanir og bíða svo og sjá svo til í lokin hvernig hefur tekst að fylgja þeim. Verkum þarf að fylgja eftir með reglulegu eftirliti bæði gæðum þess, kostnaði og tíma.
Verkáætlanir og uppfærsla þeirra er þannig annar mikilvægasti þátturinn í framvinduskýrslunum og er verkáætlunarkerfið í BYGG-kerfinu sérsniðið fyrir þá notkun ásamt framvinduskýrslunum.
Kostnaðaráætlanir og eftirlit með kostnaði er hinn mikilvægasti þátturinn í framvinduskýrslunum, en kostnaðarauki er aldrei sjálfgefinn, um hann þarf að fjalla og samþykkja hann áður en hann er tekinn til greina.
Eftirfarandi fylgigögn er einnig að finna í framvinduskýrslunum, gátlista, verkuppgjör og greiðsluyfirlit og eru þau gögn einnig stafræn.
Að auki fylgir BYGG-kerfinu app til að senda myndir inn í verk í kerfinu, gátlistar o.fl.