Ekki vitum við til þess að könnun hafi verið gerð á því hvaða augum starfsmenn og stjórnendur byggingarmála hér á landi líti á stafrænu þróunina í greininni. Könnun hefur hins vegar verið gerð á því í Danmörku sem gæti gefið vísbendingu um niðurstöðu samskonar könnunar hér á landi væri hún gerð.

Til fróðleiks eru hér sýndar niðurstöður könnunarinnar á því hvaða þýðingu starfsmennirnir álíta að stafræn þróun hafi á kjarnastarfsemi greinarinnar og hvers konar ávinningur er af stafrænu þróuninni.

Alls svöruðu 801 einstaklingar og af þeim svöruðu 568 öllum atriðum könnunarinnar, sem gefur þá niðurstöðu að lítil óvissa sé í niðurstöðum könnunarinnar. Svarendurnir voru frá öllum stærðum fyrirtækja og unnu mismunandi störf innan þeirra. Mikill meirihluti svarenda var með 10 ára starfsreynslu í faginu eða meira, eða 79% og eru niðurstöðurnar athyglisverðari vegna þess.

Efst á lista svara starfsmanna á þýðingu stafrænnar þróunar á starfsemi greinarinnar var „Dreifing upplýsinga og þekkingar, bæði innávið og útávið“.

 

Og um ávinning af stafrænu þróuninni var efst á lista „Aukin gæði og færri mistök“.