Undanfarna mánuði og misseri hafa orðið hækkanir á byggingakostnaði umfram það sem mælist í vísitölum. Við hjá Hannarr teljum hluta af þessum hækkunum séu komnar til að vera og höfum því hækkað alla vinnuliði í Byggingarlykli Hannarrs um 10% umfram vísitöluhækkanir.
Þetta dugir ekki fyrir þeim hækkunum sem orðið hafa að undanförnu, en við teljum ekki rétt að gera ráð fyrir að meiri hækkun hafi sannað sig enn.
Öllum hæðum fylgja lægðir í þessum bransa.
Þetta verður áfram til skoðunar.