3. Framkvæmdir
BYGG-KERFIÐ
Þessi aðalkafli sem nefnist Framkvæmdir, inniheldur þau gögn sem tilheyra framkvæmd verksina. Hér eru t.d. gögn sem snerta byggingarstjóra, iðnmeistara og eftirlitsmann, gögn sem verða til á framkvæmdatíma, kerfi, form og eyðublöð sem á þarf að halda, dagbækur, fundargerðir og handbækur.
Framkvæmdakaflinn skiptist í fjórtán kafla, sem eru:
3.1 Byggingarstjóri
3.2 Iðnmeistarar
3.3 Breyttar teikningar og önnur hönnunargögn
3.4 Myndir
3.5 Fundargerðir
3.6 Eftirlit og framvinda
3.7 Dagbók verktaka
3.8 Verkuppgjör
3.9 Reikningar
3.10 Úttektir
3.11 Yfirlýsingar um öryggisúttekt
3.12 Yfirlýsingar um verklok
3.13 Handbækur
3.14 Annað
Hver þessara kafla inniheldur undirkafla sem eru mismargir. Hér verða þeir taldir upp og gerð grein fyrir innihaldi hvers þeirra og notkun.
3.1 Byggingarstjóri:
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Skráning byggingarstjóra, eyðublað
- Byggingarstjóraskipti, eyðublað
- Gæðakerfi byggingarstjóra, form og tillaga að gæðakerfi
- Dagbók byggingarstjóra, eyðublað
- Gátlisti byggingarstjóra
- Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum
Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012, um atriði sem snerta málefni kaflans.
Áður en hefja má framkvæmdir þarf að skrá byggingarstjóra á verkið. Hann skal tilkynna það byggingarfulltrúa og framvísa hjá honum nauðsynlegum gögnum, eða skilríkjum um að hann uppfylli þau skilyrði sem sett eru um byggingarstjóra, samkvæmt framangreindum lögum og reglugerð.
Byggingarstjóri staðfestir ábyrgð sína á verkinu með undirritun sinni.
Í lögum þessum segir m.a.: „Byggingarstjóri er faglegur fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð og starfar í umboði hans samkvæmt skriflegum ráðningar- eða verksamningi við eiganda. Byggingarstjóri skal gæta réttmætra hagsmuna eiganda gagnvart byggingaryfirvöldum, hönnuðum, iðnmeisturum og öðrum sem að mannvirkjagerðinni koma.“
Þar sem byggingarstjóri starfar í umboði eiganda og skal gæta hagsmuna hans gagnvart þeim sem að mannvirkjagerðinni koma, þá er byggingastjóri ráðinn til þess starfs af eiganda, en ekki af verktaka þeim sem samið er við um byggingarframkvæmdina, enda skal hann m.a. gæta hagsmuna eiganda gagnvart verktaka.
Byggingarstjóri ber ábyrgð á að framkvæmdin sé í samræmi við samþykktar teikningar, lög og reglugerðir.
Í þessum kafla er að finna eyðublöð til að nota við skráningu á byggingarstjóra, til skráningar á skráningu á byggingarstjóraskiptum, færa dagbók og gátlista. Einnig form og tillögu að gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingastjóra, sem hlotið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar.
Þegar byggingarstjóri hefur verið samþykktur af viðkomandi aðilum, leggur hann fyrir byggingarfulltrúa lista yfir þá iðnmeistara sem hann hyggst ráða eða samþykkja fyrir verkið, og má nota meðfylgjandi eyðublað til þess, enda uppfylli þeir kröfur í skipulags- og byggingarlögum um réttindi til að standa fyrir verkum í sínu fagi. Hætti iðnmeistari umsjón með framkvæmdum áður en verki er lokið, skal byggingarstjóri sjá um og bera ábyrgð á, að nýr iðnmeistari taki við störfum hans án tafar og einnig að tilkynna það byggingarfulltrúa.
Hætti byggingarstjóri á meðan á framkvæmdum stendur, ber eigandi ábyrgð á því að nýr byggingarstjóri taki við störfum án tafar og á að tilkynna það byggingarfulltrúa.
Framkvæmdir við þá verkþætti sem fráfarandi byggingarstjóri bar ábyrgð á og hafði umsjón með, skulu stöðvaðar þar til nýr byggingarstjóri hefur undirritað ábyrgðaryfirlýsingu. Skal gera úttekt á þeim verkþáttum sem fráfarandi byggingarstjóri hafði umsjón með og skal úttekt undirrituð bæði af fráfarandi byggingarstjóra og hinum nýja, ef þess er kostur. Nýr byggingarstjóri ber ábyrgð á að þeir verkþættir séu unnir á framangreindan hátt, sem unnir eru eftir að hann tekur við starfi.
Nýr byggingarstjóri staðfestir ábyrgð sína með undirritun sinni á tilkynningu þessa.
Hér fylgir eyðublað fyrir slík byggingarstjóraskipti og má skrá þar upplýsingar sem viðkomandi byggingarfulltrúi þarf á að halda til að taka afstöðu til beiðninnar.
GÆÐAKERFI BYGGINGARATJÓRA
Gæðastjórnun felst í að tryggja að vörur og þjónusta uppfylli væntingar og kröfur viðskiptavina sem og aðrar kröfur sem gerðar eru, t.d. í lögum og í reglugerðum. Í þessum tilgangi er byggingarstjórum gert að skyldu í Mannvirkjalögum og byggingarreglugerð að nota gæðakerfi við vinnu sína, sem samþykkt er af Mannvirkjastofnun. Gæðahandbók BYGG-kerfisins uppfyllir þær kröfur.
Stofnun og viðhald gæðakerfa BYGG-kerfisins fer fram frá vali sem nefnist “Gæðakerfi – stofnun og viðhald” og lýst er hér á undan, sjá lýsinguna í kaflanum “Að byrja”. Hér skal hins vegar lýst því hvernig unnið er með gæðakerfið í einstökum verkum, en það er nefnt þrep 2 í gæðakerfinu.
2. Þrep – Skráning í gæðakerfinu
Til að skrá gæðakerfi einstakra verka þá þurfa upplýsingar að liggja fyrir um verkið, svo sem nafn verksins og eigandans, verknúmer, staður, hvort verkið sé byggingarleyfisskylt o.s.frv. Þessar upplýsingar eru skráðar í BYGG-kerfinu í kafla nr. „1.1 Yfirlit yfir verkið“ og þar á svæði sem nefnist „Grunnupplýsingar um verkið“.
Eftir að notandi hefur skráð gæðakerfi sitt þá kemur það sjálfkrafa upp næst þegar hann skráir sig sem ábyrgðaraðila verks á sama sviði (hönnuður, byggingarstjóri osfrv.). Einnig koma sjálfkrafa fram valdar grunnupplýsingar sama verks frá áðurnefndum grunnupplýsingum þegar þær hafa verið skráðar í kafla 1.1.
Ekki skal breyta gæðakerfinu í einstökum verkum frá því kerfi sem samþykkt hefur verið, nema í Flokki C, þar eru færðar inn samþykktar sérkröfur verkkaupa í viðkomandi verki ef um er að ræða. Breytingar á gæðakerfinu eru unnar frá valinu „Gæðakerfi – Skráning og viðhald“, eins og áður hefur komið fram.
Gátlistar eru veigamikil gögn í þrepi 2, en þar er merkt við þætti verksins jafnóðum og þeir klárast og eiga þeir að vera útfylltir að fullu í verklok, þ.e. þeir þættir gátlistanna sem eiga við í verkinu.
Hægt er hvenær sem er að fletta upp á leiðbeiningum um notkun gæðakerfsiins á heimasíðu Hannarrs og einnig má horfa á video sem eru á heimasíðunni undir nafninu „Tölvukerfi – myndbönd“.
Lög 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012 gera kröfu um þessa eftirfylgni í einstökum verkum.
Gæðakerfi fyrirtækis:
Þegar fyrirtæki skráir verk í gæðakerfi sínu, þá skráir það grunnupplýsingar verksins í BYGG-kerfinu í kafla „1.1 Yfirlit yfir verkið“, eins og nefnt er hér á undan. Gæta skal þess að skrá þar alla þá liði sem koma fyrir í reitnum „Grunnupllýsingar um verkið“. Sumar af þessum upplýsingum birtast síðan sjálfkrafa í gæðakerfi verksins í reit sem ber nafnið Grunnupplýsingar.
Opnað er á aðgang Mannvirkjastofnunar að gæðakerfi verksins og færð inn „Síðasta dagsetning“. náð er í nafn þess einstaklings (rétthafa) sem á að vinna undir gæðakerfinu, en hann hefur áður verið skráður undir “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald”. Undir valinu “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald” skráir ábyrgðaraðili hvert leyfisskylt verk sem hann ber ábyrgð á. Þar skráir ábyrgðaraðilinn einnig samskipti sín við Mannvirkjastofnun vegna gæðakerfis verksins eftir því sem við á.
Gæðakerfi einstaklings:
Gæðakerfi einstaklings er unnið eins og er eini munurinn að nafn eintaklingsins er nú ábyrgðaraðili og hann getur ekki skráð aðra einstaklinga í kerfið.
Að þessu uppfylltu þá er gæðakerfið samþykkt af verkkaupa og ábyrgðaraðila gæðakerfisins og verður hluti af samningi þeirra í verkinu.
Hvernig einstök verk eru skráð í gæðakerfinu
Ábyrgðaraðili gæðakerfisins skráir ahugasemdir við hvern þátt gæðakerfisins í flokki A, B og C, í þrepi 2. á meða á verki stendur eftir því sem við á. Hann skráir hvernig hverjum þætti kerfisins er framfylgt og hvort því er framfylgt á þann hátt sem samþykkt gæðakerfi segir til um.
Verkkaupi hefur aðgang að gæðakerfinu og skráningum verksins þar. Hann fylgist með og sannreynir þessar skráningar og gerir athugasemdir ef hann telur ástæðu til.
Eftirlitsaðilar Mannvirkjastofnunar hafa einnig aðgang að gæðastjórnunarkerfunum til reglulegra úttekta á innra eftirliti gæðakerfanna og á því hvernig gæðakerfunum er framfylgt í einstökum verkum.
Þessar úttektir geta leitt til ábendinga eftirlitsaðila um að eitthvað sé áfátt, eitthvað þurfi lagfæringar við innan tiltekis tímafrests eða til kröfu um tafarlausar lagfæringar.
Eftirfylgni ábyrgðaraðila (notanda) fer fram á þrjá vegu:
Með skráningu
Með vistun gagna inn í kerfið
Með tilvísun í gögn í BYGG-kerfinu.
Við hvern þátt er skráð umsögn og gildir það fyrir alla flokkana nema Almenna flokkinn. Öll skráning í þeim flokki fer í gegnum skipunina “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald” eins og breytingar á sjálfu gæðakerfinu. Vista má gögn inn í hvern þátt í Flokkum A, B og C og að auki má í Flokki B fletta upp á völdum upplýsingum og gögnum í BYGG-kerfinu sjálfu.
Með þessu er verið að tryggja að eftirfylgnin uppfylli kröfur um gæði, lög og reglugerðir.
Gert er ráð fyrir að verkkaupi taki strax upp við ábyrgðaraðila, hugsanleg frávik sem upp koma við framkvæmd gæðakerfisins, í þeim tilgangi að á þeim sé ráðin bót, eða tekið sé á þeim á annan þann hátt sem lög og samningar gera ráð fyrir.
Síðasta færsla í gæðakerfinu skal sýna framkvæmdina í verklok og skal innihalda öll fylgiskjöl sem nefnd eru í kerfinu sem máli skipta.
Dagbók byggingarstjóra
Í þessum kafla er svæði sem nefnist Dagbók byggingarstjóra, þar sem byggingarstjóri getur haldið utan um þær upplýsingar sem hann telur ástæðu til á meðan á verki stendur svo sem tíma eftir starfsgreinum, ábendingar og viðbrögð við þeim o.s.frv.. Í dagbók þessa færast sjálfkrafa grunnupplýsingar verksins.
Gátlisti byggingarstjóra
Gátlisti þessi hefur það hlutverk að auðvelda byggingarstjóra að fylgjast með og skrá upplýsingar um þá þætti í verkinu sem hann ber ábyrgð á.
Hann hakar „Í lagi“ við hvern verkþátt þegar honum er lokið og hafi verið framkvæmdur á þann hátt sem um var samið og lög og reglugerðir segja til um.
Hann færir inn athugasemdir við þá þætti sem ekki uppfylla þessi skilyrði að hans mati og á að vera lokið við og færir inn myndir til frekari skýringa eftir þörfum.
Með skipuninni „Á ekki við“ má fella brott slíka liði gátlistans sem ekki eiga við í verkinu, sem virkast við vistun gátlistans.
Með skipuninni „Bæta við lið“ er bætt við liðum sem notandi telur að eigi að vera með í listanum, sem þá bætist við aftast í þeim kafla sem verið er að að vinna með og er færður og fylltur út eins og aðrir liðir kaflans.
Þetta getur hann fært beint inn í kerfið eða með appi sem fygir kerfinu og lýst er hér á eftir.
Til að ganga úr skugga um að allt það sé yfirfarið sem ber að yfirfara samkvæmt leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar þá má fletta upp í “Skoðunarlistum og stoðritum Mannvirkjastofnunar”, Skoðunarlistar nr. 4.030 til 4.036 og Stoðrit nr. 4.031 til 4.037 sem lýsa nánar kröfum Mannvirkjastofnunar til eftirlitis, tiltekur þá verkþætti sem kröfurnar ná til og lýsir nánar hvernig eigi að skila þeim verkþáttum.
Talið var rétt að vera með þessa lista og rit Mannvirkjastofnunar sem hluta gátlistanna á þennan hátt, í stað þess að vera með þá sem beina þætti gátlistans, enda hefðu gátlistarnir þá orðið fleiri hundruð síður.
Gátlisti þessi er virkur á meðan verkið stendur yfir og er gagn bæði í gæðakerfi byggingarstjóra og í framvindu-skýrslu eftirlitsaðila verksins, eins og lýst er nánar í þeim kerfum.
Í gátlistanum kemur fram hvaða verki er verið að fylgjast með og þar þarf að koma fram ef frávik koma fram á því sem gert er og átti að gera samkvæmt framan sögðum kröfum, þá þarf það að koma fram í gátlistanum og til hvaða aðgerða var gripið vegna þess.
Byggingarstjóri þarf sem dæmi að ganga úr skugga um að allt sem tilheyrir hverjum lið í gátlista t.d. Steypu á öllum steyptum byggingarhlutum sé lokið og standist gæðakröfur. Hvort við uppsteypu hafi byggingarstjóri farið yfir hvort glugga- og hurðargöt séu á réttum stöðum, hvort hann hafi tékkað á málum, farið yfir stífingar o.s.frv. Sama á við um Járnabindingu, raflagnir o.sfrv.
App til að færa gátlistana
Gálistana má færa á hefðbundinn hátt í kerfinu sjálfu en einnig má fylla þá út í símaappi beint inn í það verk sem við á. Með þessu móti þá sleppur notandinn t.d. við pappírinn, en erfitt getur verið að skrá á pappír í mismunandi veðri svo sem í roki og rigningu.
Þá færðu upp síðu með lista yfir þau verk sem notandi hefur skráð í BYGG-kerfinu og velur þar það verk sem við á og ert þá komin/n inn í verkið. Þar næst velurðu hvað þú ætlar að gera, sem getur verið að senda myndir inn í verkið, fylla út gátlista af ýmsum gerðum vegna úttektar verka, vega gæðakerfa eða vegna ástandsskoðunar húsa.
3. AÐ FYLLA ÚT GÁTLISTA
Þegar þú ert búin/n að velja þann gátlista sem þú ætlar að nota fyrir verkið, þá birtist hann eins og hann er í verkinu á þeirri stundu. Ef það hefur verið unnið í gátlistanum áður, þá sést það og eru breytingar hans því á ábyrgð þess sem er nú að vinna með gátlistann.
Farið er yfir liði gátlistans og hakað við „Í lagi“ við þá liði sem búið er að ljúka við í samræmi við kröfur Mannvirkjastofnunar og verkkaupa. Þær kröfur má lesa nánar um í:
Skoðunarlistar nr. 4.030 til 4.036 og Stoðrit nr. 4.031 til 4.037 frá Mannvirkjastofnun.
Ekki er hakað við „Í lagi“ við þá liði sem ekki standast kröfurnar, en þar má færa inn athugasemdir um ásæðu þess að svo er. Þarna má einnig færa inn myndir með liðunum, eftir því sem ástæða er til að mati notanda. Það gefur góða mynd af ástandi hans. Til að gera það er klikkað á textalínuna eða á örina lengst tilhægri á skjánum, fyrir viðkomandi lið.
Ekki er heldur hakað „Í lagi“ við þá liði sem ekki eiga við í verkinu. Þá er í staðinn hakað við „Á ekki við“ og hverfur hann þá úr listanum.
Klikkað er síðan á örina til baka þegar þessum aðgerðum er lokið og haldið áfram við útfyllingu gátlistans. Aftast í hverjum kafla er vallína sem býður upp á að bæta við lið í kaflann. Sá liður bætist þá við aftast í kaflann.
Í lok hvers kafla gátlistans má einnig færa lengri útskýringar einstakra liða ef á þarf að halda. Og það má einnig gera í lok listans í heild.
3.2 Iðnmeistarar:
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Skráning iðnmeistara, eyðublað
- iðnmeistaraskipti, eyðublað
- Gæðakerfi iðnmeistara
- Gátlisti iðnmeistara
- Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum
Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012, um atriði sem snerta málefni kaflans.
Áður en hefja má framkvæmdir þarf að skrá iðnmeistara á verkið, eftir því sem við á hverju sinni og skal byggingarstjóri ráða þá með samþykki eiganda eða samþykkja ráðningu þeirra og annast skráningu þeirra hjá byggingaryfirvöldum á viðkomandi stað.
Byggingarstjóri leggur fyrir byggingarfulltrúa lista yfir þá iðnmeistara sem hann hyggst ráða til verksins, og má nota meðfylgjandi eyðublað til þess, enda uppfylli þeir kröfur í skipulags- og byggingarlögum um réttindi til að standa fyrir verkum í sínu fagi.
Hlutverk iðnmeistara er að hafa umsjón með og bera ábyrgð á að þeir verkþættir sem heyra undir hann séu í samræmi við viðurkennda verkhætti, samþykkta uppdrætti, verklýsingar og ákvæði laga og reglugerða
Hver iðnmeistari staðfestir ábyrgð sína með undirritun sinni á beiðni um skráningu iðnmeistara og eru þar skráðar þær upplýsingar sem viðkomandi byggingarfulltrúi þarf á að halda til að taka afstöðu til beiðninnar.
Hætti iðnmeistari umsjón sinni með verki áður en því er lokið, skal byggingarstjóri sjá um og bera ábyrgð á að nýr iðnmeistari taki við störfum án tafar og tilkynna það byggingarfulltrúa. Framkvæmdir við þá verkþætti sem fráfarandi iðnmeistari bar ábyrgð á og hafði umsjón með, skulu stöðvaðar þar til nýr iðnmeistari hefur verið samþykktur af viðkomandi yfirvöldum. Skal gera úttekt á þeim verkþáttum sem fráfarandi iðnmeistari hafði umsjón með og skal úttektin undirrituð, bæði af fráfarandi iðnmeistara og hinum nýja, ef þess er kostur. Nýr iðnmeistari ber ábyrgð á þeim verkþáttum sem unnir eru eftir að hann tekur við.
Nýr iðnmeistari staðfestir ábyrgð sína með undirritun sinni á tilkynningu þessa. Hér fylgir einnig eyðublað sem er beiðni um meistaraskipti og má skrá hér upplýsingar þær sem viðkomandi byggingarfulltrúi þarf á að halda til að taka afstöðu til beiðninnar.
GÆÐAKERFIÐ
Gæðastjórnun felst í að tryggja að vörur og þjónusta uppfylli væntingar og kröfur viðskiptavina sem og aðrar kröfur sem gerðar eru, t.d. í lögum og í reglugerðum. Í þessum tilgangi er hönnuðum gert að skyldu í áður nefndum lögum og reglugerð að nota gæðakerfi við hönnun sína sem samþykkt er af Mannvirkjastofnun. Gæðahandbók BYGG-kerfisins uppfyllir þær kröfur.
Stofnun og viðhald gæðakerfa BYGG-kerfisins fer fram frá vali sem nefnist “Gæðakerfi – stofnun og viðhald” og lýst er hér á undan, sjá lýsinguna í kaflanum “Að byrja”. Hér skal hins vegar lýst því hvernig unnið er með gæðakerfið í einstökum verkum, en það er nefnt þrep 2 í gæðakerfinu.
2. Þrep – Skráning í gæðakerfinu
Gæðakerfi iðnmeistara er að því leytinu frábrugðin öðrum gæðakerfum BYGG-kerfisins að þau eru oftast fleiri en eitt þar sem sviðin eru fleiri en eitt og hvert þeirra með sinn iðnmeistara (rétthafa). Því þarf að byrja á að velja í flettiglugga (Veldu gæðakerfi) gæðakerfi viðkomandi sviðs.
Hafi það ekki verið stofnað þá gefst þarna kostur á að skrá nýtt gæðakerfi með því að velja skipunina „Smelltu hér fyrir stofnun og viðhald gæðakerfa“. Þá er farið inn á svæðið „Gæðakerfi – Stofnun og viðhald“ og stofnað þar gæðakerfið sem vantaði.
Síðan er að nýju farið inn í Gæðakerfi iðnmeistara og valið þar í flettiglugganum gæðakerfið sem stofnað var og skipunin „Skrá nýtt gæðakerfi“ og hefur það þar með verið skráð sem gæðakerfi verksins.
Til að skrá gæðakerfi einstakra verka þá þurfa upplýsingar að liggja fyrir um verkið, svo sem nafn verksins og eigandans, verknúmer, staður, hvort verkið sé byggingarleyfisskylt o.s.frv. Þessar upplýsingar eru skráðar í BYGG-kerfinu í kafla nr. „1.1 Yfirlit yfir verkið“ og þar á svæði sem nefnist „Grunnupplýsingar um verkið“.
Eftir að notandi hefur skráð gæðakerfi sitt þá kemur það sjálfkrafa upp næst þegar hann skráir sig sem ábyrgðaraðila verks á sama sviði (hönnuður, byggingarstjóri osfrv.). Einnig koma sjálfkrafa fram valdar grunnupplýsingar sama verks frá áðurnefndum grunnupplýsingum þegar þær hafa verið skráðar í kafla 1.1.
Ekki skal breyta gæðakerfinu í einstökum verkum frá því kerfi sem samþykkt hefur verið, nema í Flokki C, þar eru færðar inn samþykktar sérkröfur verkkaupa í viðkomandi verki ef um er að ræða. Breytingar á gæðakerfinu eru unnar frá valinu „Gæðakerfi – Skráning og viðhald“, eins og áður hefur komið fram.
Gátlistar eru veigamikil gögn í þrepi 2, en þar er merkt við þætti verksins jafnóðum og þeir klárast og eiga þeir að vera útfylltir að fullu í verklok, þ.e. þeir þættir gátlistanna sem eiga við í verkinu.
Hægt er hvenær sem er að fletta upp á leiðbeiningum um notkun gæðakerfsiins á heimasíðu Hannarrs og einnig má horfa á video sem eru á heimasíðunni undir nafninu „Tölvukerfi – myndbönd“.
Lög 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012 gera kröfu um þessa eftirfylgni í einstökum verkum.
Gæðakerfi fyrirtækis:
Þegar fyrirtæki skráir verk í gæðakerfi sínu, þá skráir það grunnupplýsingar verksins í BYGG-kerfinu í kafla „1.1 Yfirlit yfir verkið“, eins og nefnt er hér á undan. Gæta skal þess að skrá þar alla þá liði sem koma fyrir í reitnum „Grunnupllýsingar um verkið“. Sumar af þessum upplýsingum birtast síðan sjálfkrafa í gæðakerfi verksins í reit sem ber nafnið Grunnupplýsingar.
Opnað er á aðgang Mannvirkjastofnunar að gæðakerfi verksins og færð inn „Síðasta dagsetning“. náð er í nafn þess einstaklings (rétthafa) sem á að vinna undir gæðakerfinu, en hann hefur áður verið skráður undir “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald”. Undir valinu “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald” skráir ábyrgðaraðili hvert leyfisskylt verk sem hann ber ábyrgð á. Þar skráir ábyrgðaraðilinn einnig samskipti sín við Mannvirkjastofnun vegna gæðakerfis verksins eftir því sem við á.
Gæðakerfi einstaklings:
Gæðakerfi einstaklings er unnið eins og er eini munurinn að nafn eintaklingsins er nú ábyrgðaraðili og hann getur ekki skráð aðra einstaklinga í kerfið.
Að þessu uppfylltu þá er gæðakerfið samþykkt af verkkaupa og ábyrgðaraðila gæðakerfisins og verður hluti af samningi þeirra í verkinu.
Hvernig einstök verk eru skráð í gæðakerfinu
Ábyrgðaraðili gæðakerfisins skráir ahugasemdir við hvern þátt gæðakerfisins í flokki A, B og C, í þrepi 2. á meða á verki stendur eftir því sem við á. Hann skráir hvernig hverjum þætti kerfisins er framfylgt og hvort því er framfylgt á þann hátt sem samþykkt gæðakerfi segir til um.
Verkkaupi hefur aðgang að gæðakerfinu og skráningum verksins þar. Hann fylgist með og sannreynir þessar skráningar og gerir athugasemdir ef hann telur ástæðu til.
Eftirlitsaðilar Mannvirkjastofnunar hafa einnig aðgang að gæðastjórnunarkerfunum til reglulegra úttekta á innra eftirliti gæðakerfanna og á því hvernig gæðakerfunum er framfylgt í einstökum verkum.
Þessar úttektir geta leitt til ábendinga eftirlitsaðila um að eitthvað sé áfátt, eitthvað þurfi lagfæringar við innan tiltekis tímafrests eða til kröfu um tafarlausar lagfæringar.
Eftirfylgni ábyrgðaraðila (notanda) fer fram á þrjá vegu:
Með skráningu Með vistun gagna inn í kerfið Með tilvísun í gögn í BYGG-kerfinu.
Við hvern þátt er skráð umsögn og gildir það fyrir alla flokkana nema Almenna flokkinn. Öll skráning í þeim flokki fer í gegnum skipunina “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald” eins og breytingar á sjálfu gæðakerfinu. Vista má gögn inn í hvern þátt í Flokkum A, B og C og að auki má í Flokki B fletta upp á völdum upplýsingum og gögnum í BYGG-kerfinu sjálfu.
Með þessu er verið að tryggja að eftirfylgnin uppfylli kröfur um gæði, lög og reglugerðir.
Gert er ráð fyrir að verkkaupi taki strax upp við ábyrgðaraðila, hugsanleg frávik sem upp koma við framkvæmd gæðakerfisins, í þeim tilgangi að á þeim sé ráðin bót, eða tekið sé á þeim á annan þann hátt sem lög og samningar gera ráð fyrir.
Síðasta færsla í gæðakerfinu skal sýna framkvæmdina í verklok og skal innihalda öll fylgiskjöl sem nefnd eru í kerfinu sem máli skipta.
Gátlisti iðnmeistara
Hér er að finna form til að nota við tékkun á því hvort verk iðnmeistari hafi uppfyllt lög og reglugerðir í viðkomandi verki. Gátlistar þessir eru hugsaðir sem hjálpargögn fyrir iðnmeistara í viðleitni til þess. Gátlistarnir eru notaðir þannig að iðnmeistarinn merkir við þá liði sem athugaðir hafa verið og eru í lagi að mati hans og að auki færir hann inn athugasemdir yfir það sem hann telur að rétt sé að fram komi og ekki er gert ráð fyrir í gátlistanum.
App til að færa gátlistana
Gálistana má færa á hefðbundinn hátt í kerfinu sjálfu en einnig má fylla þá út í símaappi beint inn í það verk sem við á. Með þessu móti þá sleppur notandinn t.d. við pappírinn, en erfitt getur verið að skrá á pappír í mismunandi veðri svo sem í roki og rigningu.
Þá færðu upp síðu með lista yfir þau verk sem notandi hefur skráð í BYGG-kerfinu og velur þar það verk sem við á og ert þá komin/n inn í verkið. Þar næst velurðu hvað þú ætlar að gera, sem getur verið að senda myndir inn í verkið, fylla út gátlista af ýmsum gerðum vegna úttektar verka, vega gæðakerfa eða vegna ástandsskoðunar húsa.
Þegar þú ert búin/n að velja þann gátlista sem þú ætlar að nota fyrir verkið, þá birtist hann eins og hann er í verkinu á þeirri stundu. Ef það hefur verið unnið í gátlistanum áður, þá sést það og eru breytingar hans því á ábyrgð þess sem er nú að vinna með gátlistann.
Farið er yfir liði gátlistans og hakað við „Í lagi“ við þá liði sem búið er að ljúka við í samræmi við kröfur Mannvirkjastofnunar og verkkaupa. Þær kröfur má lesa nánar um í:
Ekki er hakað við „Í lagi“ við þá liði sem ekki standast kröfurnar, en þar má færa inn athugasemdir um ásæðu þess að svo er. Þarna má einnig færa inn myndir með liðunum, eftir því sem ástæða er til að mati notanda. Það gefur góða mynd af ástandi hans. Til að gera það er klikkað á textalínuna eða á örina lengst tilhægri á skjánum, fyrir viðkomandi lið.
Ekki er heldur hakað „Í lagi“ við þá liði sem ekki eiga við í verkinu. Þá er í staðinn hakað við „Á ekki við“ og hverfur hann þá úr listanum.
Klikkað er síðan á örina til baka þegar þessum aðgerðum er lokið og haldið áfram við útfyllingu gátlistans. Aftast í hverjum kafla er vallína sem býður upp á að bæta við lið í kaflann. Sá liður bætist þá við aftast í kaflann.
Í lok hvers kafla gátlistans má einnig færa lengri útskýringar einstakra liða ef á þarf að halda. Og það má einnig gera í lok listans í heild.
3.3 Breyttar teikningar og önnur hönnunargögn
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Svæði til vistunar breyttra teikninga, flokkað eftir tegund hönnunar.
- Gögn, form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra kaflanum
Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau. Einnig tilvitnanir í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012 sem snerta málefni kaflans sérstaklega.
Á þessu svæði eru vistaðar teikningar sem verða til á framkvæmdatíma og sýna þær breytingar sem samþykktar eru á meðan á framkvæmdum stendur. Teikningar sem í gildi voru við samning um framkvæmdina á verkinu skulu vistaðar undir kafla nr. 2.4 Teikningar.
Í lögum 160/2010 er m.a. mælt fyrir um það að byggingarstjóri skuli hafa virkt eftirlit með því að þeir sem komi að byggingu mannvirkisins fylgi samþykktum hönnunargögnum. Einnig að byggingarstjóri sé meðábyrgur fyrir stórfelldri vanrækslu annarra sem koma að byggingu mannvirkisins, m.a. á verksviði hönnuða, enda hefðu ágallarnir ekki átt að dyljast byggingastjóra við sitt lögbundna eftirlit. Á þessu má sjá að rík ástæða er að hafa góða reglu á teikningum þeim sem snerta verkið, þannig að ekki fari á milli mála hvaða uppdrætti verktaki hefur fengið til að vinna eftir og hverjum þeirra hefur verið breytt eftir að verkið hófst.
Með þessu fyrirkomulagi er teikningum þeim sem samningurinn byggir á haldið sér og breyttum teikningum sér, en oft þarf að fletta upp á samningsgögnum og því brýnt að vista þau óbreytt á sérsvæði.
Á þessu svæði eru flettilínur þar sem notandinn setur inn teikningar eftir eðli þeirra, Arkitektateikningar sér, burðarvirkisteikningar sér o.srv. Hægt er að vista inn fleiri en einn uppdrátt í einu á hvert svæði.
Algengast er að afrita og færa hér inn teikningar sem PDF-skjöl og einnig má afrita hér inn myndir og önnur tölvutæk gögn.
Þessum gögnum getur notandi eytt þegar og ef hann ákveður það.
3.4 Myndir
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Ljósmyndir
- Myndbönd
- Gögn, form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra kaflanum
Hér er form til að geyma ljósmyndir og hreyfimyndir (video) sem teknar eru af framkvæmdinni á framkvæmdatímanum. Myndir segja meira en mörg orð, er sagt, og er ástæða til að geyma sem mest af myndum á framkvæmdatímanum, þær má síðan flokka og geyma úrval þeirra að verki loknu, ef notandanum finnst ástæða til þess. Myndirnar má t.d. geyma undir númeri og sömu dagsetningu og þeirri sem var þegar þær voru teknar.
Myndirnar má afrita og líma inn sem JPEG myndir, með skipuninni “Bæta við mynd” og nota síðan “Broese” til að ná í myndirnar og hlaða þeim upp. Hlaða má inn mörgum myndum í einu. Myndirnar geta einnig verið í PDF formi.
Myndböndum er bætt inn á sama hátt, nema skipunin heitir þar “Bæta við myndbandi”.
AÐ SENDA MYNDIR OG MYNDBÖND INN Í BYGG-KERFIÐ ÚR SÍMANUM – (APP)
Oft er þægilegt að geta tekið myndir við framkvæmdir á staðnum. Nú getur þú sem notandi BYGG-kerfisins gert það og sent myndirnar beint inn í kerfið.
Þú nærð þér í app sem Hannarr ehf hefur látið hanna í þeim tilgangi, hleður því inn í símann þinn og þar með getur þú tekið myndir á símann og myndbönd og hlaðið þeim inn í það verk í BYGG-kerfinu sem þú ert að vinna með.
Hér er lýsing á því hvernig það er gert. Hér er miðað við Android síma. Lýsing á iphone síma kemur síðar.
1. AÐ HLAÐA NIÐUR APPINU:
Þú ferð inn í „Play Store“ á símanum þínum, smellir í innsláttarboxið (eða leitarboxið/gluggann) merkt „Google Play“. Þar færirðu inn nafnið BYGG-kerfið og þá velurðu efsta möguleikann, smellir á Install eða Setja upp. Þegar appið hefur hlaðist niður er það tilbúið til notkunar.
2. AÐ NOTA APPIÐ (Í FYRSTA SINN)
Nú geturðu opnað appið og ferð þá inn á Innskráningarsíðu þar sem þú skráir inn þitt notendanafn og lykilorð. Það eru aðgangsorð notandans eða aðgangsorð sem notandinn hefur stofnað til nota í þessum tilgangi.
Þá færðu upp síðu með lista yfir þau verk sem notandi hefur skráð í BYGG-kerfinu og velur þar það verk sem við á og ert þá komin/n inn á síðu sem sýnir aðgang að kaflanum Myndir en einnig að gátlistum og listum ástandsskoðunar. Þú velur þarna kaflann Myndir, en í þeim kafla eru myndbönd einnig vistuð. Á næstu síðu færðu lista yfir þau verk sem notandi hefur skráð í kerfinu og velur þar það verk sem við á og ert þá komin/n inn í kaflann Myndir og myndbönd í því verki.Á næstu síðu færðu lista yfir þau verk sem notandi hefur skráð í kerfinu og velur þar það verk sem við á og ert þá komin/n inn í kaflann Myndir og myndbönd í því verki.
3. AÐ TAKA MYND OG HLAÐA HENNI INN Í VERKIÐ:
Þú sérð nú þær myndir sem eru þegar í verkinu. Næst er valin skipunin „Hlaða inn mynd“ og þá sérðu dagsetningu dagsins og átt möguleika á að gefa myndinni númer og heiti. Það er valkvætt. Einnig sérðu skipunina „Velja mynd“ og velur hana. Þá er boðið upp á að taka mynd, ná í mynd sem er þegar til í símanum og staðfesta valið. Að því gerðu er myndin komin inn í verkið og raðast þær þar eftir dagsetningum, sú nýjasta efst.
4. AÐ TAKA MYNDBAND OG HLAÐA ÞVÍ INN Í VERKIÐ:
Að setja myndband inn í kerfið er gert á nákvæmlega sama hátt og að setja mynd inn í kerfið að því undanskyldu að smellt er á Velja Myndband takkann og valið að setja inn myndband í stað ljósmyndar. Ef horft er á myndbandið áður en því er hlaðið niður, virkar að ýta á back takkann á símanum til að komast aftur í valið um að samþykkja að hlaða því inn.
3.5 Fundargerðir
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Fundargerðir, eyðublað
- Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum
Fundi skal halda reglulega á meðan á framkvæmdum stendur, nema aðilar komi sér saman um annað. Fundargerðir ritar verkkaupi, eða einhver annar sem aðilar hafa komið sér saman um. Hann færir fundargerðir inn í BYGG-kerfið í síðasta lagi 2 dögum fyrir næsta fund. Þar eiga fundarmenn þá að hafa aðgang að fundargerðunum til aflestrar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við fundargerðina á þeim fundi, teljast samþykkir henni.
Í kerfinu er form fyrir skráningu fundagerða og skal geyma fundargerðirnar í BYGG-kerfinu a.m.k. á meðan á framkvæmdum stendur. Formið er notað með því að fylla í eyður þess og vista síðan. Öruggast er að geyma allar samþykktar fundargerðir á svæðinu Gögn í PDF formi, sjá PDF-hnappinn lengst til hægri í hausnum. Fundargerðir úr öðrum tölvukerfum má vista á þessum stað í kerfinu undir Gögn. Þar eru einnig geymd fylgigögn fundargerða.
Heppilegast er að geyma fundargerðir undir númerum funda og fundardagsetningum.
3.6 Eftirlit og framvinda Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Dagbók eftirlitsmanns, form til að nota við dagbókarfærslu og vista.
- Framvinduskýrslur eftirlitsmanns
- Gögn, form til að vista dagbókina í PDF formi og til vistunar annarra gagna sem tilheyra kaflanum.
Dagbók eftirlitsmanns Þetta er eyðublað fyrir eftirlitsmann að nota til að halda dagbók yfir verkið eftir því sem hann telur þörf á. Í dagbókina skráir hann eigin og annarra fyrirspurnir, svör og ábendingar og viðbrögð við þeim, auk verkefna dagsins, mannafla eftir starfsgreinum, tæki, veðurfar og annað sem þýðingu hefur fyrir verkið. Fletta má upp á dagbókarfærslum skoða þær, breyta og prenta út þegar hentar. Dagbókarfærslunni er gefið númer og dagsetning þess dags sem færslan á við. Best er að geyma dagbókarfærslur í númararöð og þær nýjustu efst. Dagbókarkerfið safnar sjálfkrafa upplýsingum um skráða heildartíma sem notaðir hafa verið í verkinu frá fyrstu og fram að síðustu færslu og sýnir þá flokkaða eftir starfsheitum þeim sem fram koma í dagbókinni. Þessu er flett upp á með því að velja "Yfirlit". Þessi dagbók er að jafnaði óþörf ef verktaki færir sína dagbók í samræmi við verksamning. Framvinduskýrslur ALMENNT Framvinduskýrslurnar eru í kafla 3.6 í BYGG-kerfinu, Eftirlit og framvinda. Með framvinduskýrslum er gerð grein fyrir hvernig til hefur tekist að framfylgja markmiðum og samningum um verkið á hverjum tíma og hver staða þess er þegar framvinduskýrslan er samin. Stofnuð er ný framvinduskýrsla hvert sinn sem gera á grein fyrir framvindu verksins. Fyrri framvinduskýrslur geymast í kerfinu og þar má fletta upp á þeim þegar þörf er á. Vilji notandi geyma framvinduskýrslur þannig að þeim verði ekki breytt þá vistar hann þær undir Gögn í kerfinu og notar til þess PDF merkið með diskettunni, í hausnum. Sá sem færir framvinduskýrsluna getur í flestum tilvikum valið um þrjár leiðir við þá vinnu. Í fyrsta lagi að færa hvern þátt handvirkt, í öðru lagi að ná í upplýsingar úr BYGG-kerfinu og í þriðja lagi að ná í upplýsingar annars staðar frá. Séu upplýsingarnar færðar handvirkt þá eru þær færðar inn sem texti (og myndir) í þá reiti sem afmarkaðir eru í þeim kafla sem við á. Séu þær sóttar í BYGG-kerfið þá er notuð skipun sem segir til um það (sjá t.d. flettilista í kafla 4. sem ber nafnið „Hægt er að velja áætlun úr kerfinu úr kafla 1.3 ....) og séu þær sóttar annað þá er notuð skipunin „Bæta við skrá“. Fljótlegast og best er auðvitaða að ná í upplýsingar úr kerfinu sjálfu, en það er ekki alltaf hægt og þá má færa þær handvirkt. Það getur verið gott fyrir þá sem eru að byrja að nota framvinduskýrslur í kerfinu að fara inn í Draumahúsið og skoða hvernig framvinduskýrsla er útfærð þar (sýnidæmi). NOTKUNARLEIÐBEININGAR Á forsíðuna eru fært nafn verksins og númer framvinduskýrslunnar. Mynd af verkinu birtist sjálfkrafa ef hún hefur verið sett inn í verkið (kafli 1.1 í BYGG-kerfinu) og einnig er færð er inn dagsetning skýrslunnar. Neðst til hægri kemur sjálfkrafa fram lógó verkkaupa og tilheyrandi upplýsingar hafi það verið fært inn í kerfið (kafli 1.1 í BYGG-kerfinu). Í framhaldi af því er síðan efnisyfirlit skýrslunnar og skýringar á markmiðunum með henni. 1. YFIRLIT YFIR VERKIÐ Yfirlitið verður sjálfkrafa til í framvinduskýrslunni með því að ná sér í upplýsingar í Kafla 1.1 í BYGG-kerfinu, hafi þær verið færðar þar. Ef eitthvað vantar upp á þær upplýsingar sem þannig verða til í framvinduskýrslunni, þá má velja þarna skipunina „Breyta“ og færa upplýsingarnar inn. Þarna koma fram grunnupplýsingar um verkið, hverjir standa að framkvæmdunum, hverjir bera ábyrgð á helst þáttum þess og þarna kemur fram lauslegt yfirlit yfir verkið o.fl. Þetta yfirlit er falið við opnun framvinduskýrslunnar og er opnað og lokað með skipuninni „Sýna/fela grunnupplýsingar“. Þarna er fært inn númerið á Framvinduskýrslunni, dagsetning og stutt lýsing á stöðunni (nokkur orð). 2. FRAMVINDA VERKSINS Í þessum kafla eru upplýsingar um stöðu verksins og áætlaða framvindu þess áfram handfærðar inn af eftirlitsmanni. Gátlisti byggingarstjóra er sóttur í kafla 3.1 í BYGG-kerfinu, en hann sýnir þá þætti verksins sem er lokið er við í samræmi við samning á þeim tíma, samkvæmt færslum byggingarstjóra. Gátlistinn er sóttur með skipuninni „Bæta við eða fjarlægja gátlisa“. Aftast í þessum kafla birtist skipunin ´“Bæta við skrá“ og má þar bæta við upplýsingum eftir því sem eftirlitsmaður telur ástæðu til og snerta efni kaflans, Þær geta verið í hvaða formi sem er svo fremi það sé tölvutækt. Þessi skipun birtist í öðrum köflum framvinduskýrslunnar í sama tilgangi. 3. VERKTÍMI SAMKVÆMT VERKÁÆTLUN Í þessum kafla er borin saman upphaflega samþykkt verkáætlun verksins og uppfærð verkáætlun sem sýnir þær breytingar sem hafa verið samþykktar á henni á þeim tíma sem framvinduskýrslan er gerð. Þetta gefur góða yfirsýn yfir breytta tímaáætlun verksins á þeim tíma. Þessar áætlanir er hægt að handfæra inn í framvinduskýrsluna, sem reyndar er ekki mælt með þar sem það er erfitt í framkvæmd. Í stað þess má ná í þær í kafla 2.6 í BYGG-kerfinu eða ná í þær með skipuninni „Bæta við skrá“ frá öðrum áætlunarkerfum. Boðið er þar upp á tvær gerðir af verkáætlunum og er önnur þeirra sett upp í samræmi við kafla BYGG-kerfisins. Báðar eru nú í Excelformi, en sérhannað verkáætlunarkerfi verður síðar í sett inn í BYGG-kerfið. Áætlun þessi þarf að vera í myndrænu formi til að gefa góða yfirsýn og góðan samanburð á upphaflegri áætlun og endurskoðaðri. Verkáætlanir verður að yfirfara og jafnvel endurskoða reglulega á framkvæmdatíma. Þær eru þannig mikilvægt hjálpartæki við að gæta þess að verktími og kostnaður fari ekki úr böndum. Gildar ástæður fyrir breytingum á verkáætlunum getur verið að verkkaupi breyti einhverju í verkinu, magn hafi verið ranglega reiknað í upphafi o.fl. Slíkar viðurkenndar og samþykktar ástæður breyta tímaþörf verkþátta ef þær fara yfir mörk sem fram koma í samningi og kalla þá á endurskoðun áætlunar. 4. KOSTNAÐARÁÆTLUN Þarna er borin saman upphafleg kostnaðaráætlun og til samanburðar uppfærð kostnaðaráætlun sem sýnir þær breytingar sem hafa verið samþykktar á henni á þeim tíma sem framvinduskýrslan er gerð, ef þær eru einhverjar. Þetta gefur góða yfirsýn yfir breyttan kostnað verksins á þeim tíma og auðveldar verkkaupa að fylgjast með og biðja um nánari skýringar og taka afstöðu til þeirra og grípa inn í ef um breytingar er að ræða. Þessar áætlanir má handfæra inn í framvinduskýrsluna, en einfaldast er að ná í þær í flettiglugga í kafla 1.3 í BYGG-kerfinu, ef gildandi kostnaðaráætlun hefur verið unnin í kerfinu. Þarna er um að ræða yfirlit sem sýnir aðalatriði kostnaðaráætlunarinnar, en ekki sundurliðaða áætlun. Sundurliðanirnar geta menn skoðað á næsta kafla í verkuppgjörum verksins og í kafla 3. Verkáætlanir. 5. GREIÐSLUR Þessi kafli er til að gefa yfirlit yfir greiðslur sem inntar hafa verið af hendi fyrir verkið á þeim tíma sem framvinduskýrslan er gerð. Yfirlitið nær til hönnunar, verktaka við framkvæmdir og aðrar greiðslur vegna verksins. Þessar upplýsingar eru skráðar í kafla 3.9 í BYGG-kerfinu og er farið inn í hann til að færa þessar skráningar. Að því gerðu er farið til baka í þennan kafla (5) og eru niðurstöðurnar þá komnar þangað líka. Í þessum kafla er einnig gert ráð fyrir að nýjasta verkuppgjör verksins sé birt, eins og áður var nefnt, en náð er í það í kafla 3.8 í BYGG-kerfinu. Þar má sjá hvar er munur á samningi og greiðslum, ef hann er einhver, sem auðveldar eftirlitinu og verkkaupa að skoða nánar og taka afstöðu til breytinganna. Mælt er með að verkuppgjörin séu færð í BYGG-kerfinu (kafli 3.8), það er nákvæmt eftirlit með greiðslum fyrir verkið, sundurliðað niður á einstaka magntöluliði þess. Einnig má handfæra verkuppgjörið þarna eða ná í það með skipuninni „Bæta við skrá“ og bæta því þannig inn í kaflann. 6. ANNAÐ Þessi síða er til að færa inn aðrar upplýsingar um framvindu verksins, sem ekki er fjallað um á áður nefndum síðum.
3.7 Dagbók verktaka
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Dagbók verktaka, form til að nota við dagbókarfærslu og vista
- Gögn, form til að vista dagbókina í PDF formi og til vistunar annarra gagna sem tilheyra kaflanum
Þetta er eyðublað fyrir verktaka til að halda dagbók yfir verkið í samræmi við gr. 13.2.3 í ÍST 30 og í samræmi við samning hans við verkkaupa. Í dagbókina skal skrá eigin fyrirspurnir og svör og ábendingar verkkaupa (eftirlitsmanns) og byggingarstjóra, auk verkefna hvers dags, mannafla eftir starfsgreinum, tæki, veðurfar og annað sem þýðingu hefur fyrir verkið.
Með því að nota BYGG-kerfið við færslu dagbókarinnar, má hafa hana eingöngu í því kerfi, svo fremi aðilar séu sammála um það og að hún sé vistuð þar í PDF formi, eða í öðru sambærilegu formi.
Verktaki færir hana og vistar í BYGG-kerfinu, á meðan eigandi (eftirlitsmaður) og byggingastjóri skulu ætíð hafa aðgang að henni þar. Fletta má upp á dagbókarfærslu hvers dags og skoða og prenta út þegar hentar. Hafi eigandi (eftirlitsmaður) eða byggingastjóri athugasemdir við færslu dagbókarinnar, þá skulu þeir láta bóka þær á næsta verkfundi og skal verktaki taka fram í dagbókarfærslu sama dags að gerðar hafi verið slíkar athugasemdir.
Eyðublaðinu er gefið númer og dagsetning þess dags sem færslan á við og fyllt út í eyður þess. Einnig má færa hér inn gögn sem tilheyra dagbókinni á einhvern hátt.
Færslur geymast í númararöð og þær nýjustu efst.
Dagbókarkerfið safnar sjálfkrafa upplýsingum um skráða heildartíma sem notaðir hafa verið í verkinu frá fyrstu og fram að síðustu færslu og sýnir þá flokkaða eftir starfsheitum þeim sem fram koma í dagbókinni. Þessu er flett upp á með því að velja “Yfirlit”.
3.8 Verkuppgjör
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Verkuppgjör, kerfi í kerfinu
- Gögn, autt form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum
Hér er á um að ræða mjög fullkomið verkuppgjörsform, sem sparar notandanum mikla vinnu og gerir útreikninga einfalda og örugga. Kerfið býður m.a. upp á að taka verk, með einfaldri skipun, inn í verkuppgjörsformið frá kafla 1.3 Nákvæm kostnaðaráætlun/tilboð og færast þá inn allir liðir verksins og kaflar í einu lagi. Einnig má taka verk inn í kerfið á einfaldan hátt frá excelskrám, í heilu lagi eða færa verkið inn í kerfið lið fyrir lið.
Fremst (efst) í uppgjörskerfinu er yfirlit sem nær sjálfkrafa í upplýsingar úr sundurliðunarhluta kerfisins. Við uppgjör er fært inn magn þeirra verkliða sem á að reikningsfæra í það skiptið og reiknar kerfið þá út upphæð hvers liðar í krónum og upphæð reikningsins í heild. Einnig hvað er búið að reikningsfæra af hverjum verklið í magni og upphæð og hvað er eftir. Næsta uppgjör tekur síðan við af því síðasta á undan og flyst staða verksins sjálfkrafa yfir á það uppgjör og þannig koll af kolli þar til búið er að reikningsfæra alla liði verksins.
Í verksamningum er tekið fram hvernig greiðslum fyrir verkið skuli hagað. Oftast er þar gert ráð fyrir jöfnum verkhraða og jöfnum greiðslum, yfir verktímann. Algengt er að reikningar séu gerðir aðra hverja viku og þá gerð grein fyrir þeim verkliðum sem verið er að reikningsfæra hverju sinni og hversu stórum hluta þeirra.
Með hverjum reikningi fylgir þá uppgjörsblað sem sýnir alla liði samningsiins, hvað verið er að reikningsfæra í það skiptið af þeim, hvað búið er að reikningsfæra áður og hvað búið er að reikningsfæra alls af hverjum lið og af verkinu í heild. Uppgjörsbalað þetta er prentað út úr þessu kerfi.
Mælt er með að sundurliða uppgjör verka á sama hátt og gert er í þeirri magnská sem gildir fyrir viðkomandi verk og nota sömu höfuðliði, kafla og verkliði, bæði númer og texta. Sú sundurliðun gerir mönnum kleyft að fylgjast nákvæmlega með stöðu hvers verkliðar á hverjum tíma.
AUKAVERK OG MAGNBREYTINGAR:
Ef upp koma aukaverk skal haka við það í uppgjörinu og færa síðan inn aukaverkið í kaflann Aukaverk og magnbreytingar, sem er aftast í listanum (neðst), á sama hátt og gert er með verkliði annarra kafla.
Mælt er með að flokka einnig magnbreytingar sem aukaverk. Aukaverkum þannig reiknuðum er þá haldið út af fyrir sig og trufla þau þá ekki uppgjör á samningsverkinu sjálfu, sjá lið A hér á eftir og einfalt er að sjá heildarbreytingu á verksamningi.
Hægt er einnig að láta magnbreytingar koma fram sem plús eða mínustölu í uppgjöri einstakrar liða, sjá lið B hér á eftir, ef menn vilja það.
A. Að láta alla liði samning enda í núlli
Magntala allra liða eru í þessu tilviki færð í uppgjörum þannig að eftirstöðvar hvers þeirra enda að lokum í núlli. Það þýðir að ef magn verður minna þá er samningsmagnið fært í viðkomandi lið í heild og liðurinn síðan afritaður yfir í kaflann Aukaverk og magnbreytingar og mismunurinn þar færður sem mínustala. Sama er gert ef magn verður meira, en þá með öfugum formerkjum. Ef liður er felldur niður þá er samningsmagnið fært í viðkomandi lið í heild og liðurinn síðan afritaður yfir í kaflann Aukaverk og magnbreytingar og er sama magn fært þar inn sem mínustala. Nýr liður sem kæmi hugsanlega í stað þess sem felldur var niður færist undir kaflann Aukaverk og magntölur. Þessi aðferð sýnir heildarbreytingu verksins frá samningi í kaflanum Aukaverk og magntölur.
B. Að láta liði samnings enda í núlli, í plús eða í mínus.
Með því að færa allar magntölur einstakra liða í viðkomandi liði, eins og þær koma fyrir við framkvæmd verksins, magnaukninu og margnminnkun, þá endar dálkurinn Eftirstöðvar, ekki á núlli heldur í plús eða í mínustölu, ef magn hefur breyst frá samningi. Liðurinn Aukaverk og magntölur inniheldur þá eingöngu aukaverk, en ekki magnbreytingar.
Til að auðvelda vinnuna við reikningsfærslu á magnbreytingum á einstökum liðum, má t.d. gera það með því að velja liðinn og velja síðan hnappinn „Afrita í magnbreytingar“ og flyst þá afrit af liðnum þangað í heild og er magninu þar breytt þannig að hann endurspegli magnbreytinguna.
VÍSITALAN:
Vísitala verksins er færð inn í upphafi ef verðbæta á uppgjör miðað við vísitölu og síðan vísitala hvers uppgjörs og reiknast þá sjálfkrafa vísitöluálag þess reiknings sem gerður er miðað við það uppgjör. Á seinni uppgjörum kemur síðan fram hvaða vísitöluálag í krónum er búið að reikna í verkinu, á sama hátt og í aukaverkunum.
ATHUGASEMDIR VIÐ UPPGJÖR.
Ef fram koma verkliðir sem gerð hefur verið athugasemdi við þá skal fresta færslu þeirra á uppgjörsformið, þar til komin er niðurstaða í það sem gerð var athugasemd við. Ekki má það hafa áhrif á uppgjör liða sem ekki er ágreiningum um. Þessar athugasemdir geta verið frá eftirlitsmanni, en einnig frá byggingarstjóra.
ÁFANGASKIPTI VERKUPPGJÖRS
Verkuppgjöri má skipta í áfanga og færa sjálfstæð uppgjör fyrir hvern áfanga. Verkuppgjör fær í byrjun sjálfkrafa valið “1. áfangi” og ef verkinu er skipt í fleiri áfanga þá er valin skipunin “Stofna áfanga” og þá bætist við nýtt uppgjör sem fær heitið Áfangi 2 og svo koll af kolli.
Að útbúa verkuppgjörsform fyrir útboðsgögn.
Sýnishorn að verkuppgjöri er látið fylgja með þegar útboðs- eða samningsgögn eru útbúin, sem sýnir hvernig verkkaupi vill láta verkuppgjör verksins líta út hverju sinni sem reikningur verktaka er gerður. Verkuppgjörið sýnir þá verkþætti sem reikningsfærðir eru í það skipti, hvað er búið og hvað er eftir af hverjum verkþætti.
Sýnishornið er útbúið þannig að stofnað er nýtt verkuppgjör með því að ná í þá áætlun sem gerð hefur verið í kafla 1.3. Notuð er skipunin „Stofna nýtt verkuppgjör“ í þessum kafla. Því næst er valin PDF skipunin í hausnum, sú sem er með diskettunni. Þá kemur upp gluggi sem býður upp á að merkja við „Án verða“ sem er valið. Þá verður til það sýnishorn sem hér er lýst í undirflokknum Gögn í þessum kafla..
Þetta sýnishorn er sýðan tekið með í útboðs- eða samningsgögnum verksins eins og lýst er í kafla “2.1 Útboðs og verkskilmálar”
3.9 Reikningar
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Svæði til að vista reikninga verktaka og gefa yfirlit yfir greiðslur til hans hvern fyrir sig og samtals frá upphafi verks.
- Gögn, form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra kaflanum
Reikninga skal gera reglulega á meðan á framkvæmdum stendur, nema aðilar komi sér saman um annað og oftast eru þeir gerðir á tveggja vikna fresti. Reikningum skal fylgja verkuppgjörsblað þar sem fram kemur hvað verið er að reikningsfæra í það skiptið, hvað hafi verið reikningsfært áður af hverjum verklið og hvað er eftir að reikningsfæra alls af verkliðnum. Verkkaupi, eftirlitsmaður hans eða annar sem aðilar hafa komið sér saman um, fer yfir reikninga og samþykkir þá eða gerir athugasemdir ef hann telur ástæðu til. Athugasemdir skulu ekki tefja greiðslu á því sem ekki er gerð athugasemd við.
Hér er form til að færa inn og samþykkta reikninga á meðan á framkvæmdum stendur. Á forminu er sýndar áætlaðar heildargreiðslur vegna verksins ásamt samtölu greiddra reikninga og hvað er ógreitt á hverjum tíma miðað við það.
Greiðslum og greiðsluáætlunum er skipt upp greiðslur vegna hönnunar, greiðslur til verktaka og vegna annars. Færð er inn dagsetning reiknings/greiðslu, reikningsnúmer, upphæð og valinn sá flokkur sem við á, hönnun, verktaki eða annað.
Kerfið reiknar út samtalstölur og eftirstöðu á greiðslum miðað við áætlun. Þessar niðurstöðutölur birtast jafnframt samtímis í framvinduskýrslunni í kafla 3.6.
3.10 Úttektir
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirliði þessa kafla.
- Beiðni um áfangaúttekt, eyðublað
- Beiðni um fokheldisúttekt, eyðublað
- Beiðni um öryggis- eða lokaúttkt, eyðublað
- Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum
Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í Mannvirjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012, um atriði sem snerta málefni undirflokks þessa sérstaklega.
Á framkvæmdatíma verks eru oftast gerðar fjölmargar úttektir, allt eftir eðli og stærða verksins og í samræmi við mannvirkjalög og byggingareglugerð.
Áfangaúttektir
Gerðar skulu áfangaúttektir á einstökum verkþáttum mannvirkjagerðar þar sem eftirlitsaðili kannar hvort viðkomandi þáttur sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn, lög þessi og reglugerðir sem settar hafa verið samkvæmt þeim.
Byggingarstjóri mannvirkis skal, fyrir hönd eiganda þess, sjá til þess að áfangaúttektir fari fram og tilkynnir eftirlitsaðila um þær. Byggingarstjóra er skylt að vera viðstaddur áfangaúttektir. Enn fremur skal iðnmeistari eða sá sem hann tilnefnir í sinn stað vera viðstaddur úttekt á þeim verkþáttum sem eru á hans ábyrgðarsviði, nema um annað sé samið í samningi milli iðnmeistara og eiganda.
Á þessu svæði er að finna eyðublöð til að sækja um slíkar úttektir og þar er einnig gert er ráð fyrir að gögn um niðurstöður úttektanna séu geymd, svo og og vottorð um að þær hafi farið fram samkvæmt gr. 3.7.5 í byggingarreglugerð.
Öryggisúttektir
Þegar mannvirki er tekið í notkun skal gerð úttekt á öryggi þess, umhverfis- og hollustuháttum. Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- umhverfis- og hollustukröfur gildandi laga og reglugerða, og útgefandi byggingarleyfis hafi gefið út vottorð um öryggisúttekt.
Byggingarstjóri skal fyrir hönd eiganda mannvirkis óska eftir öryggisúttekt áður en það er tekið í notkun. Viðstaddir slíka úttekt skulu auk eftirlitsaðila og byggingarstjóra vera fulltrúi slökkviliðs og þeir iðnmeistarar og hönnuðir sem þess óska eða byggingarstjóri hefur boðað.
Á þessu svæði er að finna eyðublöð til að sækja um slíkar úttektir og þar er einnig gert er ráð fyrir að gögn um niðurstöður úttektanna séu geymd, svo og og vottorð um að þær hafi farið fram samkvæmt gr. 3.8.1 í byggingarreglugerð.
Lokaúttekt
Innan þriggja ára frá því að mannvirki var tekið í notkun og öryggisúttekt fór fram, skal gera lokaúttekt á mannvirkinu. Heimilt er að gera samtímis öryggis- og lokaúttekt mannvirkisins.
Byggingarstjóri skal fyrir hönd eiganda mannvirkis óska eftir lokaúttekt. Viðstaddir slíka úttekt skulu, auk eftirlitsaðila vera, byggingarstjóri og fulltrúi slökkviliðs. Byggingarstjóri skal tilkynna iðnmeisturum og hönnuðum mannvirkisins um lokaúttektina og gefa þeim kost á að vera viðstaddir.
Á þessu svæði er að finna eyðublöð til að sækja um slíkar úttektir og þar er einnig gert ráð fyrir að gögn um niðurstöður úttektanna séu geymd, svo og vottorð um að þær hafi farið fram samkvæmt gr. 3.9.4 í byggingarreglugerð.
Eyðublöðin eru sett upp í samræmi við framangreind lög og reglugerð. Eyðublöðin eru fyllt út, prentuð og undirrituð og lögð fyrir byggingarfulltrúa.
3.11 Yfirlýsingar við öryggisúttekt
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirliði þessa kafla.
- Svæði til að vista staðfestingu Mannvirkjastofnunar á öryggisúttekt rafkerfis
- Yfirlýsing um öryggisúttekt á brunaviðvörunarkerfi, eyðublað
- Yfirlýsing um öryggisúttekt á vatnsúðakerfi, eyðublað
- Yfirlýsing um öryggisúttekt á uppsetningu á lyftu, eyðublað
- Yfirlýsing um öryggisúttekt á hitakerfi, eyðublað
- Yfirlýsing´um öryggisúttekt á loftræstikerfi, eyðublað
- Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum
Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012, um atriði sem snerta málefni þessa kafla sérstaklega.
Í byggingarreglugerð eru fyrirmæli um að byggingarstjóri leggi fram undirritaðar yfirlýsingar um verklok framangreindra verkþátta eftir því sem við á.
Á þessu svæði eru einnig eyðublöð til að nota við að útbúa framangreindar yfirlýsingar og þar skal geyma afrit af þeim.
Eyðublöðin eru sett upp í samræmi við framangreind lög og reglugerð. Eyðublöðin eru fyllt út, prentuð og undirrituð og lögð fyrir byggingarfulltrúa.
3.12 Yfirlýsingar við lokaúttekt
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirliði þessa kafla.
- Svæði til að vista staðfestingu Mannvirkjastofnunar á verklokum rafkerfis
- Yfirlýsing um lokaúttekt á brunaviðvörunarkerfi, eyðublað
- Yfirlýsing um lokaúttekt á vatnsúðakerfi, eyðublað
- Yfirlýsing um lokaúttekt á uppsetningu á lyftu, eyðublað
- Yfirlýsing um lokaúttekt á hitakerfi, eyðublað
- Yfirlýsing um lokaúttekt á loftræstikerfi, eyðublað
- Yfirlýsing um lokaúttekt á gaslögnum, eyðublað
- Yfirlýsing um lokaúttekt á þrýstilögnum, eyðublað
- Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum
Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012, um atriði sem snerta málefni þessa kafla sérstaklega.
Í byggingarreglugerð eru fyrirmæli um að byggingarstjóri leggi fram undirritaðar yfirlýsingar um verklok framangreindra verkþátta eftir því sem við á.
Á þessu svæði eru einnig eyðublöð til að nota við að útbúa framangreindar yfirlýsingar og þar skal geyma afrit af þeim.
Eyðublöðin eru sett upp í samræmi við framangreind lög og reglugerð. Eyðublöðin eru fyllt út, prentuð og undirrituð og lögð fyrir byggingarfulltrúa.
3.13 Handbækur
Þessi kafli inniheldur:
- Leiðbeiningar fyrir undirkafla þessa kafla.
- Handbók hússins
- Stað fyrir rekstrarhandbækur
- Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum
Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í byggingarreglugerð um atriði sem snerta málefni þessara undirkafla sérstaklega.
Í byggingarreglugerð í gr. nr. 3.9.3. segir m.a. áur en lokaúttekt mannvirkis fer fram ber byggingarstjóra að afhenda eiganda og útgefanda byggingarleyfis til vörslu handbók mannvirkisins. Handbókina skal afhenda í rafrænu formi, svo og öll gögn sem henni kunna að fylgja. Nánar er gerð grein fyrir innihaldi handbókarinnar í Leiðbeiningarblaði Mannvirkjastofnunar við byggingarreglugerð 112/2012, nr. 16.1.1
Við mjög einföld verk er heimilt að sleppa gerð handbókarinnar.
BYGG-kerfið býr til Handbók hússins sjálfkrafa, eftir því sem upplýsingar verða til í kerfinu. Handbókina má síðan prenta út í PDF-formi með tilheyrandi fylgiskjölum og senda eigada og Mannvirkjastofnun við verklok. Ekki er boðið upp á að prenta hana í öðru formi en PDF-formi. Ekki er hægt að breyta handbókinni í þessum kafla, en breyta má gögnunum sem birtast í henni með því að fara inn í BYGG-kerfið sjálft og breyta þar gögnunum sem birtast í handbókinni.
Hægr er þó að bæta gögnum við í undirkaflanum “Gögn” og birtast slík gögn þá aftan við fylgiskjölin í Handbókinni við útprentun.
Rekstrarhandbækur geta verið af ýmsum gerðum, allt eftir þörfum og óskum eiganda og hönnuða. Þær má vista í kerfinu undir liðnum Rekstrarhandbækur. Tllaga að handbók fyrir lagnakerfi er aðgengilegt á þessu svæði í Word-formi, sem notendur geta nýtt sér sem fyrirmynd að slíkri handbók.
Handbækur þessar má prenta út að vild
3.14 Annað
Þessi kafli er til að halda utan um annað en gert er ráð fyrir undir öðrum köflum hér á undan og sem fellur undir aðalkaflann Framkvæmdir.
Öll tölvutæk gögn má færa hér inn og er notuð skipuninni Browse til að nálgast þau. Gögn þessi má síðan prenta út að vild.