Á árunum 2005 til 2007 voru byggðar helmingi of margar íbúðir á landinu eins og fram kemur hér á undan. Á þessum árum voru rúmlega 14 þúsund starfsmenn skráðir við mannvirkjagerð á landinu. Fimm næstu árin á undan voru að meðaltali rúmlega 11 þúsund starfsmenn við þessi störf og var þá byggingamagnið nærri meðaltalinu. Tölurnar frá 2008 sýndu fjölgun starfsmanna við mannvirkjagerð þrátt fyrir fækkun íbúða og liggja ekki fyrir skýringar á því. Tölur ársins 2009 liggja ekki fyrir en eingöngu var byggt um 10% af áætlaðri meðalþörf það ár.
Sé gengið út frá þessum tölum má ætla sem svo að nú gætu verið um 8 þúsund störf við mannvirkjagerð, en þeim ætti eftir að fjölga í 11-12 þúsund þegar jafnvægi verður komið á. Samkvæmt því má áætla aukningu starfsmanna við mannvirkjagerð 3-4 þúsund á næstu 2-3 árum frá því sem nú er.