Stjórnun framkvæmda og eftirlit

efstakrani
Útboð
Að bjóða út framkvæmdir er skynsamlegt fyrir framkvæmdaraðila, þar sem þeir geta þannig betur ráðið því hvernig verkið er unnið og séð fyrir hvað það muni kosta. Með útboðum nást bestu verðin fyrir framkvæmdaraðilann.  Útboð er því oft fyrsta skrefið við stjórnun framkvæmda.
Verksamningur
Gerður er verksamningur í framhaldi af útboði eða sem fyrsta skrefið við stjórnun framkvæmda. Eyðublað fyrir verksamninga er að finna í bókinni Byggingalykill Hannarrs.

Byggingastjóri

Byggingastjóri er sérstaklega ráðinn til starfsins og er fulltrúi verkkaupa í verkinu. Byggingastjóri er ábyrgur fyrir því, gagnvart yfirvöldum og eiganda, að verk séu útfærð í samræmi við teikningar hönnuða og í samræmi við byggingarreglugerð og að fram fari opinberar úttektir á verkþáttum og verkinu í heild í samræmi við byggingarreglugerð. Byggingaryfirvöld á svæðinu þurfa að samþykkja byggingastjórann og ganga frá skráningu hans á verkið. Byggingastjóri þarf að hafa gildandi ábyrgðartryggingu gagnvart því verki sem um ræðir. Eyðublað fyrir samning við byggingastjóra er að finna í bókinni Byggingalykill Hannarrs og í BYGG-kerfinu.

Eftirlit

Eftirlitsaðili er einnig fulltrúi verkkaupa og er hlutverk hans að hafa eftirlit með framkvæmdunum, hann fer yfir teikningar, verkskilmála, verklýsingar og verkáætlun og fylgir því eftir að þeim sé fylgt á meðan á framkvæmdum stendur. Hann fylgist með framgangi verksins og fylgir því eftir að hann sé í samræmi við samning og verkáætlun.  Ef eftirlitsaðila finnst ástæða til gerir hann athugasemdir við þessi gögn og óska eftir skýringum. Hér má t.d. nefna verkáætlunina, en ljóst þarf að vera hversu marga menn verktaki hyggst vera með við verkið á hverjum tíma þannig að verkið klárist á tilsettum tíma. Ef eftirlitið telur t.d. að mönnunin dugi ekki til þá gerir það athugasemdir við það. Eftirlitið kemur einnig að úttekt í lok ábyrgðartíma verksins og er ábyrgur fyrir því að verkið sé unnið í samræmi við reglugerðir og góð og fagleg vinnubrögð. Á framkvæmdatímanum felst eftirlitið m.a. í að tryggja að vinnu- og efnisgæði séu í samræmi við samninga, staðla og opinberar samþykktir, halda verkfundi og sjá um að þeir séu skráðir og að allt komi þar fram sem skiptir máli í verkinu. Eftirlitið yfirfer kostnaðaráætlanir, yfirfer tímaáætlanir, efnispantanir, miðlar upplýsingum milli verkkaupa og verktaka um breytingar og viðbætur o.þ.h.

Eftirlitið yfirfer og samþykkir reikninga verktaka og þar með uppgjörsform, sem sýnir stöðu verksins á hverjum tíma. Eftirlitið semur um aukaverk f.h. verkkaupa og samþykkir reikninga fyrir þau. Hann gerir aðilum viðvart ef áætlanir eru að raskast. Eftirlitið samræmir verk verktaka og annarra verktaka á vinnustaðnum, ef þörf er á, og úrskurðar í ágreiningsmálum. Eftirlitið á samstarf við hönnuði verksins og leitar til þeirra eftir þörfum á útfærslu á þáttum viðkomandi hönnuðar. Eftirlitið kemur upplýsingum um hugsanleg mistök hönnuða til viðkomandi hönnuðar og verkkaupa, leitar úrbóta og metur hvort þau hafi áhrif á verkið og þar með greiðslur til verktaka. Eyðublað fyrir samning við eftirlitsaðila er að finna í bókinni Byggingalykill Hannarrs. Eftirlitaðili getur einnig gegnt hlutverki byggingarstjóra.

Verklok

Þegar verki er að fullu lokið og þar með allar opinberar úttektir á því, sér eftirlitsaðili um að fram fari lokaúttekt á því í samráði við hönnuði og verkkaupa til að tryggja ábyrgð verktaka gagnvart verkkaupa og ganga úr skugga um að allt hafi verið gert á þann hátt sem samningar aðila gerðu ráð fyrir. Hann fylgir síðan málinu eftir ef svo hefur ekki verið gert. Hafið samband vegna nánari upplýsinga á hannarr@hannarr.com


 Dæmi um verk Hannarrs

2014-2015

WP_20140930_002

Álftamýri 2-6 Frárennslislagnir í lóð og kjallara hússins endurnýjaðar og lagðar hitalagnir undir stéttar og þær endurnýjaðar.  Verk þetta var boðið út í mars 2015 og var samið við lægstbjóðanda, sem skilaði góðu verki.  Verk Hannarr ehf fólst í hönnun breytinga, útboðs á verkinu og eftirliti með framkvæmdunum.

 

2013-2014

Þórufell 2-20 Verk þetta fólst í viðamiklu viðhaldi og endurbótum utanhúss á húsinu Þórufell 22-20. Gert er við múr, svalahandrið klædd og hækkuð, skipt um hluta af gluggum og gert við aðra, reyklosunarbúnaður settur í stigaganga og húsið allt málað. Hús þetta stendur efst í Breiðholtinu með útsýni yfir Seljahverfið, Kópavoginn og Garðabæinn og lengra þegar bjart er yfir. Verk þetta var boðið út í apríl 2013 og var samið við lægstbjóðanda.  Verk Hannarr ehf fólst í hönnun breytinga, útboðs á verkinu og eftirliti með framkvæmdunum.

 

 

2009

Reykás 33-37 Endurndurbætur og viðhald utanhúss var unnið á húsinu að Reykási 33 3– 37 á árinu 2009. Endurnýjuð þakklæðning og hlutar af gluggum, gert við aðra glugga, loftræst þak og stigagang ofl. Hús þetta stendur mjög áveðurs, en er jafnframt á fallegum útsýnisstað með útsýni yfir Rauðavatn. Verk þetta var boðið út í maí og var um 40% munur á hæsta og lægsta tilboði. Samið var við þann sem bauð næstlægst í verkið.

 

 

2004 – 2008

Glæsilegt hús 1 Hannarr ehf stjórnaði innréttingu þessa húss fyrir eina af öflugustu fjármálastofnun landsins á þeim tíma. Miklar kröfur voru gerðar til alls frágangs þannig að hann þjónaði sem best þeirri starfsemi sem þar átti að vera. Verkinu var skipt í áfanga enda um 6000 m² hús að ræða. húsið var tekið í gagnið í áföngum og var hver áfangi boðinn út sem sérstakt verk. Gætt var þess að samræmi væri í innréttingu hússins alls. Í húsi þessu eru nú starfandi fjármálastofnanir, lífeyrissjóður, tryggingafélag og lögfræðistofa svo eitthvað sé nefnt.

 

 

2008

Viðhald Árkvaörn 2a – 2 b4 Hús þetta var tekið í gegn utanhúss, gert við og málað. Hús þetta er éinangrað að utan og klætt múrklæðningu. Gert var við múr og glugga ofl. skipt um rennur ofl. og húsið málað, Verk þetta var boðið út og var um 40% munur á hæsta og lægsta tilboði. Samið var við þann sem bauð lægst.

 

 

 

2005 – 2007

Viðhald og endurbætur á Ármúla 28-305 Skipt var um glugga efri hæðar þessa húss, þak lagað, settar nýjar rennur og niðurföll og lagður á þakið nýr pappi, gert við það og það málað að utan. Verk þetta var boðið út í þremur áföngum og samið var við þá sem buðu lægst í hvern áfanga.  Mikil breyting varð á húsi þessu við þessar lagfæringar, enda upphaflega byggt sem einfalt iðnaðarhúsnæði en er nú notað af fyrirtæki á fjármálasviðinu og því breyttar kröfur. Sérstök ánægja var með verktakann sem vann að gluggaskiptum og múrviðgerðum og málningu hússins.

 

 

2005 – 2006

Viðgerðir og málun á Framnesvegi 61-636 Gert var við múr, steyptar upp svalir og húsið málað að utan ofl. Verk þetta var boðið út í og samið var við þann sem bauð lægst. Mikil ánægja var með verktakann sem valinn var til verksins.

 

 

 

2003 – 2004

Uppbygging og inréttingar að Hraunbæ 109hraunbær Um er að ræða fjölbýlishús. Ákvörðun um hæðarkóta húss, aðstoð við uppbyggingu og innréttingar. Útboð á þaki og innréttingum, samningar og eftirlit. Verk þetta varð mjög hagkvæmt fyrir framkvæmdaraðilann

 

 

 

2001 – 2002

Gluggaskipti, viðgerðir og málun á Rekagranda 1-37 Skipt var um þakglugga, gert var við múr, gert við svalir og húsið málað að utan ofl. Verk þetta var boðið út í og samið var við þann sem bauð lægst. Ánægja var með verktakann sem valinn var til verksins.

 

 

 

 

Dæmi um verkefni á vegum Hannarrs

Álftamýri 2-6, fjölbýlishúsið – Árkvörn 2a-2b, fjölbýlishús – Ármúli 28-30, atvinnuhúsnæði – Framnesvegur 61, fjölbýlishús – Hlíðarhjalli 10-14, fjölbýlishús Kríuhólar 2, fjölbýlishús – Laugateigur 52, einbýlishús – Lágmúli 6-8, atvinnuhúsnæði Næfurás 10-14, fjölbýlishús Rekagrandi 1-3, fjölbýlishús Reykás 33-37, fjölbýlishús Rjúpufell 42-48, fjölbýlishús – Seltjarnarnes, félagsheimili – Síðumúli 31,atvinnuhúsnæði – Spóahólar 16-20, fjölbýlishús – Ystasel 25, einbýlishús