Eins og fram kemur á meðfylgjandi línuriti, þar sem fjöldi nýbyggðra íbúða er borinn saman við íbúafjölda á árabilinu 1970 til 2007, voru byggðar u.þ.b.
helmingi of margar íbúðir árin 2005 til 2007. Sé tekið tillit til aðfluttra má ætla að við eigum 2-3 ára birgðir af íbúðum í landinu. Líklega eru birgðir af atvinnuhúsnæði enn meiri. Vegna þessarar stöðu og vegna mikils fjármagnskostanaðar er ekki líklegt að mikið verði byggt af íbúðar- eða atvinnuhúsnæði á næstunni. Áfram verður þörf á byggingum þó að við höfum farið fram úr okkur nú um stundir. Framkvæmdir munu því fara af stað að nýju þ.e. þegar jafnvægi hefur náðst.
Hér er því um að ræða tímabundinn vanda, en hann er stór, því að um 14.000 störf voru í greininni árið 2005 (líklega um 15.300 árið 2007). Eðlilegur fjöldi gæti verið um 10.000 störf.