Byggingarlykill Hannarrs
Byggingar-lykill Hannarrs er upplýsingarit fyrir íslenska byggingariðnaðinn með áherslu á hina fjárhagslegu hlið þeirrar starfsemi. Þú getur pantað Byggingarlykil með því að fara hér inn á Pöntunarform
Í lyklinum má meðal annars finna eftirfarandi upplýsingar:
- Verðskrá
með um 6.000 kostnaðarliðum
- Þjónustuskrá
Skrá yfir aðila sem tengjast byggingariðnaðinum og hafa óskað eftir skráningu í Byggingarlyklinum og í BYGG-kerfinu.
- Vísitölur og verðlagsbreytingar
Byggingarvístala
Verðvísitala bygginga
Vísitala til verðtryggingar
Vísitala neysluverðs
Launaverðvísitala
Fjöldi kaupsamninga á landinu
- Staðlaðar kostnaðaráætlanir
Kostnaðarverð á 22 mismunandi húsagerðum
- Eyðublöð og form fyrir:
Fimm mismunandi verksamninga
Framkvæmdatryggingu
Fimm mismunandi gæðakerfi
Vísun í form fyrir öryggishandbækur, fyrir minni og stærri verk
Verkáætlanir
Dagbók verktaka
Vísun í verkuppgjörsform
Byggingarlykillinn er uppfærður reglulega í janúar, apríl, júlí og október ár hvert. Byggingarlykillinn kom fyrst út árið 1979 og hefur komið út óslitið síðan.
Byggingarlykillinn fæst nú í tölvutæku formi
BYGG kerfið vinnur með upplýsingar úr byggingarverðskránni. BYGG-kerfið er heildarkerfi fyrir framkvæmdir og er mjög öflugt tölvukerfi sem inniheldur alla þætti sem þarf að vinna og vista við byggingarframkvæmdir. Þetta er netkerfi og er kerfið og öll gögn þess vistuð miðlægt.
BYGG kerfið flýtir verulega fyrir allri vinnu við byggingarframkvæmdir, sparar kostnað og eykur öryggið.
Nútímaleg lausn við gerð kostnaðaráætlana
Verðskráin byggist að mestu á reynslutölum sem endurspegla verðþróun á byggingarmarkaðinum á hverjum tíma.
Þannig býður Byggingarlykillinn upp á að hægt sé að gera raunhæfar kostnaðaráætlanir hverju sinni. Byggingarverðskráin er veigamesti hluti Byggingarlykilsins og er lögð mikil vinna í viðhald hennar og viðbætur. Verðskráin styðst einnig við byggingarvísitölu Hagstofu Íslands, launataxta iðnaðarmanna og efniskostnað byggingarvöruframleiðanda og verslana.
Heildarverð inniheldur kostnað vegna efnis, vinnu og annarrs (flutnings og vélanotkunar).
Álag vegna umsjónar aðstöðu, eftirlits teikninga o.þ.h. er ekki innreiknað í einingaverð og er því bætt við eftir því sem við á. Slíkir liðir eru hins vegar einnig, flestir til sem sérliðir í byggingarverðskránni. Í Byggingarlyklinum er gefið upp vinnuhlutfall hvers einingarverðs í prósentum og er þar um að ræða vinnu á byggingarstað. Í tölvukerfunum er þessi sundurliðun í krónum fyrir vinnu, efni og annað (vélar og flutninga).
Verð inniheldur allan virðisaukaskatt sem greiddur er af byggingum.
Nákvæm verð
Byggingarverðskrá Hannarrs er skipt niður á eftirtalda verkþætti
- Almenna þætti – Hönnun, teikningar, opinber gjöld og stjórnun
- Jarðvinnu
- Burðarvirki
- Lagnir
- Raforkuvirki
- Frágang innanhúss
- Frágang utanhúss
- Frágang lóðar
Þjónustuskrá
Þjónustuskráin er skrá yfir aðila sem tengjast byggingariðnaðinum á einhvern hátt, og er til nota fyrir þá sem vantar vöru eða þjónustu á mismunandi sviðum bygginga. Skráin er flokkuð niður í starfsgreinar og inniheldur, auk nafns, heimilisfang, síma o.þ.h. og stutta lýsingu á starfsemi viðkomandi fyrirtækis, eða lýsingu á þeim þáttum sem viðkomandi vill leggja áherslu á. Aðilar geta verið skráðir undir fleiri en einni starfsgrein.
Vísitölur og verðlagsbreytingar
Vísitölur þessar sýna mánaðarlegar hreyfingar og eru sýndar í línuritum. Þær eru eftirfarandi:
- Byggingarvísitölu
- Verðvísitölu bygginga
- Vísitölu til verðtryggingar
- Vísitölu neysluverðs
- Launavísitölu
- Fjölda kaupsamninga
Staðlaðar kostnaðaráætlanir
Í Byggingarlyklinum má finna staðlaðar kostnaðaráætlanir fyrir 22 gerðir af húsum. Áætlanirnar innihalda magnskrá þar sem fram koma allir þeir liðir sem áætlað er að komi fyrir í byggingunni, magn verð og heildartölur. Kostnaðaráætlanir þessar eru afhentar í aðgengilegri bók og þær eru viðurkenndar af Íbúðalánasjóði og öðrum lánastofnunum. Þeir notendur Byggingarlykils Hannarrs sem eru með útboðs- og tilboðskerfi SPOR geta á einfaldan hátt nýtt sér byggingarmódel sem flýtir mjög fyrir allri áætlanagerð, auk þess að koma þannig í veg fyrir að liðir gleymist í áætlanagerðinni.
Hægt er að fá með áætluninni, verklýsingar yfir alla þá liði sem fram koma í áætluninni, þar sem fram kemur hvernig standa beri að framkvæmdum hvers liðar áætlunarinnar. Verklýsingarnar eru þá afhentar í aðgengilegri bók, eins og áætlunin sjálf.
Staðlaðar kostnaðaráætlanir ná nú til:
1. Einbýlishúss á einni hæð úr timbri.
2. Einbýlishúss á einni hæð úr steinsteypu.
3. Einbýlishúss á einni hæð úr steinsteypu auk rishæðar.
4. Einbýlishúss á tveimur/þremur hæðum úr steinsteypu.
5. Einbýlishúss á tveimur hæðum úr steinsteypu auk rishæðar.
6. Einbýlishúss á tveimur hæðum, timburhús á steyptum kjallara.7. Raðhús/parhús á einni hæð úr timbri.
8. Raðhús/parhús á einni hæð úr steinsteypu.
9. Raðhús/parhús á tveimur/þremur hæðum úr steinsteypu.
10. Fjölbýlishús, lítið (4-6 íbúðir) úr steinsteypu.
11. Fjölbýlishús upp á 3-4 hæðir, úr steinsteypu.
12. Fjölbýlishús stórt (lyftuhús), úr steinsteypu.
13. Verslunar og skrifstofuhús, 3-4 hæðir úr steinsteypu.
14. Verslunarhús, stórt, stálgrindarhús.
15. Atvinnuhúsnæði á þremur hæðum, úr steinsteypu.
16. Atvinnuhúsnæði á einni hæð, lítið, úr steinsteypu.
17. Atvinnuhúsnæði á einni hæð, stórt, úr steinsteypu.
18. Atvinnuhúsnæði á einni hæð, lítið stálgrindarhús.
19. Atvinnuhúsnæði á einni hæð, stórt stálgrindarhús.
20. Sumarhús úr timbri, lítið, byggt á stólpum.
21. Leikskóli, steinsteyptur með lóðafrágangi og leiktækjum.
22. Hótel á einni hæð, steinsteyptar einingar.
Gæðakerfi
Í Byggingarlyklinum er form fyrir Gæðakerfi hönnuða, hönnunarstjóra, verktaka, byggingastjóra og iðnmeistara og eru þar tilbúin til útfyllingar fyrir þessa aðila. Þessi sömu gæðakerfi eru í BYGG-kerfinu og eru þar útfyllt og tilbúin til að leggja fyrir byggingaryfirvöld til samþykktar. Skýringar fylgja þessum gæðakerfum.
Verksamningar
Í Byggingarlyklinum er eyðublöð fyrir Verksamninga, við hönnuði, hönnunarstjóra, verktaka, byggingastjóra og eftirlitsmenn sem eru þannig útfærð, að nota má þau við samningagerð um framkvæmdir. Skýringar fylgja eyðublöðum þessum.
Verkáætlun
Í Byggingarlyklinum er tilvísun í form fyrir Verkáætlun . Skýringar fylgja.
Framkvæmdatrygging
Í Byggingarlyklinum er eyðublað fyrir Framkvæmdatryggingu. Framkvæmdatrygging er trygging verkkaupa fyrir því að verktaki standi við sinn hluta verksamnings.
Dagbók verktaka
Í Byggingarlyklinum eru eyðublöð fyrir þá sem þurfa eða vilja færa dagbók yfir framgang verka.
Öryggishandbækur
Í Byggingarlyklinum er tilvísun í form fyrir Öryggishandbækur . Skýringar fylgja.
Verkuppgjör
Í Byggingarlyklinum er tilvísun í form fyrir Verkuppgjör . Skýringar fylgja.
Vanti þig Byggingarlykil HANNARRS farðu þá hér inn á Pöntunarformið og fylltu út pöntun eins og þér hentar og við sendum þér hann um hæl.