Verkáætlunarkerfið býður upp á að setja inn bundnu leiðina (CPM) í verkáætlanir. Hún gefur góða yfirsýn yfir það hverju þarf að vera lokið til að geta byrjað á næsta verkþætti.
Þó að þetta megi lesa út úr þeirri grafisku mynd sem er í verkáætlunarkerfinu þá auðveldar notkun bundnu leiðarinnar að sjá hvað þarf að gera næst og ekki bara hvaða verkþætti þarf að vera lokið, heldur hvaða verkþáttum.
Einfalt er að sýna bundnu leiðina í áætluninni, sem stuðlar að því að strax í byrjun sé hugað að þeim þáttum sem verið er að áætla og verkið verði þannig verði unnið á sem hagkvæmasta máta og áætlunin verði rétt.
Bundna leiðin sýnir jafnframt þá verkþætti sem skipta mestu máli við að koma verki sem sýnir frávik aftur á réttan tíma. Notkun hennar auðveldar vinnu eftirlitsaðila við að fylgjast með framgangi verksins og grípa inn í ef framvinda þess er að sýna frávik.