Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir undirliði þessa svæðis.
Beiðni um áfangaúttekt, eyðublað
Beiðni um fokheldisúttekt, eyðublað
Beiðni um öryggis- eða lokaúttkt, eyðublað
Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra liðnum
Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í flokknum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð um atriði sem snerta málefni undirflokks þessa sérstaklega.
Á framkvæmdatíma verks eru oftast gerðar fjölmargar úttektir, allt eftir eðli og stærða verksins og í samræmi við mannvirkjalög og byggingareglugerð.
ÁFANGAÚTTEKTIR
Gerðar skulu áfangaúttektir á einstökum verkþáttum mannvirkjagerðar þar sem eftirlitsaðili kannar hvort viðkomandi þáttur sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn, lög þessi og reglugerðir sem settar hafa verið samkvæmt þeim.
Byggingarstjóri mannvirkis skal, fyrir hönd eiganda þess, sjá til þess að áfangaúttektir fari fram og tilkynnir eftirlitsaðila um þær. Byggingarstjóra er skylt að vera viðstaddur áfangaúttektir. Enn fremur skal iðnmeistari eða sá sem hann tilnefnir í sinn stað vera viðstaddur úttekt á þeim verkþáttum sem eru á hans ábyrgðarsviði, nema um annað sé samið í samningi milli iðnmeistara og eiganda.
Á þessu svæði er að finna eyðublöð til að sækja um slíkar úttektir og þar er einnig gert er ráð fyrir að gögn um niðurstöður úttektanna séu geymd, svo og og vottorð um að þær hafi farið fram samkvæmt gr. 3.7.5 í byggingarreglugerð.
ÖRYGGISÚTTEKT
Þegar mannvirki er tekið í notkun skal gerð úttekt á öryggi þess, umhverfis- og hollustuháttum. Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- umhverfis- og hollustukröfur gildandi laga og reglugerða, og útgefandi byggingarleyfis hafi gefið út vottorð um öryggisúttekt.
Byggingarstjóri skal fyrir hönd eiganda mannvirkis óska eftir öryggisúttekt áður en það er tekið í notkun. Viðstaddir slíka úttekt skulu auk eftirlitsaðila og byggingarstjóra vera fulltrúi slökkviliðs og þeir iðnmeistarar og hönnuðir sem þess óska eða byggingarstjóri hefur boðað.
Á þessu svæði er að finna eyðublöð til að sækja um slíkar úttektir og þar er einnig gert er ráð fyrir að gögn um niðurstöður úttektanna séu geymd, svo og og vottorð um að þær hafi farið fram samkvæmt gr. 3.8.1 í byggingarreglugerð.
LOKAÚTTEKT
Innan þriggja ára frá því að mannvirki var tekið í notkun og öryggisúttekt fór fram, skal gera lokaúttekt á mannvirkinu. Heimilt er að gera samtímis öryggis- og lokaúttekt mannvirkisins.
Byggingarstjóri skal fyrir hönd eiganda mannvirkis óska eftir lokaúttekt. Viðstaddir slíka úttekt skulu, auk eftirlitsaðila vera, byggingarstjóri og fulltrúi slökkviliðs. Byggingarstjóri skal tilkynna iðnmeisturum og hönnuðum mannvirkisins um lokaúttektina og gefa þeim kost á að vera viðstaddir.
Á þessu svæði er að finna eyðublöð til að sækja um slíkar úttektir og þar er einnig gert ráð fyrir að gögn um niðurstöður úttektanna séu geymd, svo og vottorð um að þær hafi farið fram samkvæmt gr. 3.9.4 í byggingarreglugerð.
Eyðublöðin eru sett upp í samræmi við lög nr. 160/2010, Mannvirkjalög og reglugerðir þeim fylgjandi.
Eyðublöðin eru fyllt út, prentuð og undirrituð og lögð fyrir byggingarfulltrúa.
Gögn þessi má síðan prenta út að vild.