Nýjasta breyting BYGG-kerfisins er að nú getur notandinn uppfært kostnaðaráætlanir sínar til verðlags hvers tíma með einni skipun. Vilji menn eiga gömlu áætlunina þá vista menn hana og uppfæra síðan áætlunina í kerfinu til verðlags dagsins. Um þennan möguleika hafa nokkrir aðilar spurt og er hann nú til staðar.
Næsta uppfærsla BYGG-kerfisins verður væntanlega stór og felst í að heilum kafla verður bætt við kerfið sem er Viðhaldskafli bygginga. Þar vinna menn viðhaldsáætlanir bygginga til langs og skamms tíma og halda utan um framkvæmd viðhaldsverkanna með hjálp BYGG-kerfisins.