UMSJÓN FASTEIGNA – OPIÐ FYRIR ALLA ÞAR TIL VIÐ ERUM FULLKOMLEGA ÁNÆGÐ MEÐ KERFIÐ (FRAMLENGING)
BL-kerfið þekkja margir sem netkerfi þar sem notendur gera sínar kostnaðaráætlanir og tilboð út frá verðum í Byggingarlykli Hannarrs. Nú er búið að byggja við þetta kerfi öflugan viðbótarmöguleika fyrir fasteignaeigendur og húsfélög til að halda utan um upplýsingar og rekstur eigna sinna. Þetta kerfi sem hefur fengið nafnið Umsjón fasteigna, má nota annaðhvort sem sjálfstætt kerfi eða með tengingu við BL-kerfið.
Farið er inn í kerfið af heimasíðu Hannarrs eða með því að klikka á merkið hér til hægri:
Umsjón fasteigna er heildarkerfi þar sem upplýsingar eru geymdar til að geta flett þeim upp þegar á þarf að halda og er hjálpartæki til að vinna alla venjulega vinnu sem formaður eða eigandi fasteignar þarf að útfæra.
Þar sem við höfum enn ekki náð að klára kerfið þannig að það uppfylli þær kröfur sem við gerum, höfum við ákveðið að hafa það opið til skoðunar og prófunar áfram og munum láta vita þegar við teljum það uppfylla þær þarfir sem það á að gera, fullkomlega, þá fyrst verður farið að rukka fyrir notkun þess. Á meðan er öllum frjálst að nota kerfið, setja inn gögn og vinna með kerfið á þann hátt sem lýsingin segir til um. Við munum reyna að þróa kerfið áfram á þann hátt að þau gögn sem sett eru inn, nýtist áfram þó að þróun kerfisins sé ekki lokið.
Ef þú hefur ábendingar um eitthvað sem vantar eða betur má fara í kerfinu þá láttu okkur endilega vita.