Nú þegar verkefnalistinn styttist og pöntunum fækkar er líklega ástæða til að minna á sig.
Hannarr hefur nú endurhannað þjónustusíðu Byggingarlykilsins á netinu til að auðvelda þetta. Síðan er nú þannig uppbyggð að á heimasíðu Hannarrs er hnappur sem sem heitir ÞJÓNUSTUSKRÁ BYGGINGA sem blasir við þegar farið er inn á síðuna. Með því að klikka á hann hoppar upp yfirlitssíða fyrir allt það sem venjulega kemur fyrir við byggingaframkvæmdir. Inn á þessa síðu skrá þeir sig sem vilja koma fyrirtæki sínu á framfæri, efni eða þjónustu á þessu sviði. Auk þessa geta notendur farið inn á viðkomandi flokk og eru þeir þá komnir inn á samsvarandi skráningu á Já-gulu síðunum.