Frá ársbyrjun 2004 til 1. október 2007 hækkaði verð á íbúðarhúsnæði um ca. 90% á meðan byggingavísitalan hækkaði um 30%. Frá þeim tíma hefur verð íbúðarhúsnæðis lækkað um 8% en byggingavísitalan hækkað um 48%.
Þessar tölur segja með öðrum orðum að verðin á byggingarmarkaðnum, í hlutfalli við byggingarkostanað, séu þau sömu og voru í ársbyrjun 2004. Eru menn sammála þessu ?
Hækkun á byggingarkostnaði er hins vegar minni samkvæmt tölum Hannarrs, en byggingarvísitalan segir til um, eða um 30%, sem skýrist líklega af því að verktakar og efnissalar eru tilbúnir að lækka sín verð meira en vísitalan mælir. Þetta verður þó að skoðast sem ágiskun.
Okkar mat er að verð íbúðarhúsnæðis standi ekki undir byggingarkostnaðinum eins og sakir standa og að það ásamt uppsöfnuðum lager íbúðarhúsnæðis á þenslutímanum, hafi komið fram í mjög litlum framkvæmdum undanfarin 2-3 ár.
Á meðan uppsveiflan var, hækkuðu lóðagjöld umfram annað og virðist vera tregða hjá sveitafélögunum að bakka með þá hækkun og er það eitt af því sem hefur tafið það að byggingariðnaðurinn hafi aftur tekið við sér. Reikna má með að allt þetta leiði til skrarprar hækkunar á íbúðaverði þegar skortur á slíku húsnæði fer að kalla á nýjar framkvæmdir.