BYGG-kerfið er nú komið netið, aðgengilegt fyrir þá sem standa í byggingarframkvæmdum, hvort sem það eru eigendur framkvæmdanna, hönnuðir, byggingarráðgjafar, byggingarstjórar, verktakar, iðnmeistarar eða aðrir sem vilja nýta sér þetta kerfi.

 

Með BYGG-kerfinu geta allir þessir aðilar unnið öll sín verk í tölvunni sinni, náð sér þar í leiðbeiningar, eyðublöð og handbækur, lært á ný mannvirkjalög og á nýja byggingarreglugerð og geymt þar öll sín gögn á tryggan hátt og aðgengileg hvar sem þeir eru staddir, jafnvel í gegnum snjallsímann sínn.